Fara í efni

Ársreikningur Múlaþings 2022

Málsnúmer 202303049

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 78. fundur - 15.03.2023

Fyrir lá til afgreiðslu ársreikningur Múlaþings fyrir árið 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa ársreikningi Múlaþings fyrir árið 2022 til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Jafnframt verður ársreikningurinn birtur í Kauphöllinni að lokinni áritun byggðaráðs og sveitarstjóra, eins og reglur segja til um.


Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 34. fundur - 15.03.2023

Björn Ingimarsson sveitarstjóri lagði fram til fyrri umræðu ársreikning Múlaþings fyrir árið 2022, ásamt endurskoðunarskýrslu frá KPMG.

Til máls tóku: Einar Freyr Guðmundsson,Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Hildur þórisdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Múlaþings fyrir árið 2022 til seinni umræðu í byggðaráði og sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 80. fundur - 28.03.2023

Fyrir liggur ársreikningur Múlaþings 2022 ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa ársreikningi Múlaþings 2022 ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 35. fundur - 12.04.2023

Björn Ingimarsson sveitarstjóri lagði fram ársreikning Múlaþings fyrir árið 2022 til síðari umræðu í sveitarstjórn auk endurskoðunarskýrslu KPMG fyrir árið 2022.
Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2022 námu 8.567 milj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 7.304 millj. kr.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir námu alls 7.370 millj. kr. í samanteknum ársreikningi 2022 fyrir A og B hluta, þar af námu rekstrargjöld A hluta 6.945 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta námu 403 millj. og þar af 236 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 849 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 671 millj. í A hluta.
Eftir fjármagnsliði og afskriftir var rekstrarafkoma ársins neikvæð um 76 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Þar af var afkoma A-hluta neikvæð um 548 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 794 millj. kr., þar af 122 millj. kr. í A hluta.
Veltufé frá rekstri var jákvætt um 1.040 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 310 millj. kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins námu nettó 1.985 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 1.172 millj. í A hluta.
Lántökur námu 1.020 millj. kr á árinu 2022, en afborganir af lánum og leiguskuldbindingum námu 823 millj. kr. á árinu 2022.
Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 15.169 millj. kr. í árslok 2022 fyrir A og B hluta, þar af nema heildareignir A hluta 9.870 millj. kr. í árslok 2022.

Heildarskuldir og skuldbindingar námu 12.397 millj. kr. í árslok 2022 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 9.071 millj. kr.

Ársreikningurinn í heild sinni er að öðru leyti aðgengilegur á heimasíðu Múlaþings.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson, Björn Ingimarsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samstæðureikning Múlaþings fyrir árið 2022 við síðari umræðu, en fyrri umræða um hann fór fram 15. mars sl. og var hann birtur í Kauphöllinni þann sama dag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?