Fara í efni

Þjónusta sveitarfélaga 2022, könnun

Málsnúmer 202302036

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 74. fundur - 14.02.2023

Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Matthías Þorvaldsson og fór yfir niðurstöður könnunar er Gallup gerði á meðal íbúa Múlaþings varðandi þjónustu sveitarfélagsins árið 2022.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Matthías Þorvaldsson - mæting: 09:00

Fjölskylduráð Múlaþings - 65. fundur - 07.03.2023

Þjónustukönnun, tuttugu stærstu sveitarfélaga, var framkvæmd í desember 2022- janúar 2023 á vegum Gallup. Niðurstaða könnunarinnar sýnir að ánægja með leik- og grunnskóla í Múlaþingi er á landsmeðatali.

Lagt fram til kynningar og jafnframt er fræðslustjóra falið að taka saman skýrslu sem byggir á niðurstöðu innra mats skólanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingum.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 32. fundur - 08.03.2023

Fyrir liggja niðurstöður könnunar Gallup varðandi þjónustu sveitarfélagsins 2022.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 35. fundur - 09.03.2023

Fyrir fundinum láu niðurstöður könnunar Gallup varðandi þjónustu sveitarfélagsins Múlaþings 2022 almennt auk spurninga sem áttu við hvern þéttbýliskjarna fyrir sig.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 32. fundur - 10.03.2023

Fyrir liggja niðurstöður könnunar Gallup varðandi þjónustu sveitarfélagsins 2022.

Lagt fram til kynningar.

Ungmennaráð Múlaþings - 22. fundur - 13.03.2023

Fyrir liggja niðurstöður könnunar Gallup varðandi þjónustu sveitarfélagsins 2022.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Múlaþings - 34. fundur - 15.03.2023

Fyrir liggja niðurstöður könnunar er Gallup gerði á meðal íbúa Múlaþings varðandi þjónustu sveitarfélagsins árið 2022 ásamt niðurstöðum fyrir sérspurningar fyrir hvern byggðakjarna.

Lagt til kynningar.

Til máls tóku: Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Stefánsson, Björg Eyþórsdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir sem bar upp fyrirspurn, Þröstur jónsson sem svaraði fyrirspurn Jónínu, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Eyþór Stefánsson, Einar Freyr Guðmundsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir til andsvara, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson með andsvar, Þröstur Jónsson með andsvar, Helgi Hlynur Ásgrímsson til andsvara, Hildur Þórisdóttir, Ívar Karl Hafliðason, Ásrún Mjöll Stefánsson með andsvar og Eyþór Stefánsson.

Minnihluti sveitarstjórnamanna Múlaþings báru upp eftirfarandi tillögu:
Samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar á vegum sveitarfélagsins sem birt var í febrúar 2023 leggjast 74% Seyðfirðinga gegn sjókvíaeldi og fyrirhuguðum framkvæmdum því tengdu í firðinum.

Óháð ólíkum sjónarmiðum innan sveitarstjórnar Múlaþings á laxeldi í Seyðisfirði lýsir sveitarstjórn yfir stuðningi með meirihluta íbúa á Seyðisfirði og skorar á viðeigandi stjórnvaldsstofnanir að taka tillit til vilja íbúa í áframhaldandi leyfisferli.

Sveitarstjóra falið að koma ofangreindu á framfæri.

Tillagan féll á jöfnu og því ekki samþykkt. 5 atkvæði voru á móti, 1 sat hjá (BE) og 5 með (ÞJ,ÁMS,HHÁ,ES,HÞ)

Þröstur Jónsson og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Samkvæmt niðurstöðu nýlegrar skoðanakönnunar á vegum sveitarfélagsins völdu 45% Héraðsbúa Norðurleiðina, 26% Suðurleiðina, en 29% sögðust hlutlaus, í leiðarvali frá Fjarðarheiðargöngum, Héraðs-megin. Því má segja að 63,4% þeirra Héraðsbúa sem tóku afstöðu hafi valið Norðurleiðina en 36,6% Suðurleiðina.
Í ljósi þessa mun sveitarstjórn Múlaþings líta til þessara niðurstaðna í samhengi við vinnu að nýju aðalskipulag fyrir Múlaþing sem og staðsetningu nýrrar Lagarfljótsbrúar.

Tillaga Þrastar Jónssonar og Ásrúnar Mjallar Stefánsdóttur var felld með 6 atkvæðum, 3 samþykkir (ÞJ,ÁMS,HHÁ) 2 sátu hjá (HÞ,ES)

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 80. fundur - 20.03.2023

Fyrir liggja niðurstöður könnunar Gallup varðandi þjónustu sveitarfélagsins 2022.

Frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 81. fundur - 27.03.2023

Fyrir liggja niðurstöður könnunar Gallup varðandi þjónustu sveitarfélagsins 2022.

Lagt fram til kynningar.

Fulltrúar V-lista, L-lista og M-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Umhverfis og framkvæmdaráð lýsir yfir stuðningi við Seyðfirðinga í andstöðu sinni við áformað laxeldi í firðinum.

Tillaga felld með 4 atkvæðum(EGG, ÞB, JB og BSP) gegn 3(ÁMS, ÁHB og PH).


Fulltrúar V-lista, L-lista og M-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við, fulltrúar VG, Miðflokks og Austurlista, fögnum því að íbúakönnunin hafi verið framkvæmd en hörmum mjög að ekki virðist eiga að líta til niðurstaðna hennar og að sveitarstjórn og Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings skuli ekki vilja lýsa yfir stuðningi við þann mikla meirihluta Seyðfirðinga sem eru andsnúnir fiskeldi í firðinum.

Niðurstaða byggðakjarnaspurningarinnar á Seyðisfirði var mjög afgerandi en 74% aðspurðra lýsa sig andvíga opnu sjókvíaeldi.

Í aðdraganda þess að Múlaþing var stofnað var talað um að byggja á íbúalýðræði og sérstöðu hvers byggðarkjarna. Sérstaða Seyðisfjarðar bæði byggir á og er ekki síst vilji íbúa til að vernda fjörðinn, ásjónu hans, náttúru og líffræðilegan fjölbreytileik.
Getum við bætt efni þessarar síðu?