Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

49. fundur 12. júní 2024 kl. 13:00 - 15:00 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ásta Tryggvadóttir varamaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnti tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2025 og þriggja ára áætlunar 2026 til 2028.

Til máls tók: Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir rammaáætlunina eins og hún liggur fyrir fundinum og vísar henni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun 2024, viðaukar

Málsnúmer 202405116Vakta málsnúmer

Fyrir liggur afgreiðsla byggðaráðs Múlaþings, dags. 21.05.2024, á viðaukum við samþykkta fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2024.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, Ívar Karl Hafliðason og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi afgreiðslu byggðaráðs á viðaukum við samþykkta fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 sem eru til komnir vegna breyttra forsendna í rekstri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Krafa um bætur

Málsnúmer 202402129Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 04.06.2024, þar sem afgreiðslu varðandi viðbrögð við kröfu um bætur er beint til sveitarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu byggðaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi tillögu að svari við kröfu um bætur varðandi deiliskipulag vegna Kaupvangs 6 á Egilsstöðum og felur sveitarstjóra að svara fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Guðný Láru Guðrúnardóttur þar sem hún óskar eftir tímabundinni lausn frá setu í sveitarstjórn Múlaþings. Einnig liggur fyrir tillaga um breytingu á skipan varamanns í umhverfis- og framkvæmdaráði.

Til máls tók: Eyþór Stefánsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að Einar Freyr Guðmundsson taki tímabundið sæti sem aðalmaður í sveitarstjórn Múlaþings frá og með 12. júní til 1. október 2024 í stað Guðnýjar Láru Guðrúnardóttur sem óskað hefur eftir tímabundinni lausn frá setu í sveitarstjórn. Einnig samþykkir sveitarstjórn að Björg Eyþórsdóttir taki sæti varamanns í umhverfis- og framkvæmdaráði í stað Jóns Björgvins Vernharðssonar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Almenningssamgöngur í Múlaþingi

Málsnúmer 202406020Vakta málsnúmer

Fyrir liggja bókanir frá fundum heimastjórna Borgarfjarðar og Fljótsdalshéraðs, dags. 06.06.2024, varðandi slit á þjónustusamningi við Borgarhöfn ehf um akstur á leið 95 milli Borgarfjarðar og Egilsstaða.

Til máls tóku: Einar Freyr Guðmundsson, Hildur Þórisdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Þórlaug Alda Gunnarsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ívar Karl Hafliðason, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir þær áherslur er fram koma í bókunum heimastjórna Borgarfjarðar og Fljótsdalshéraðs og lýsir furðu sinni á þeirri ákvörðun Vegagerðarinnar að fyrirhuguð séu slit á samningi við Borgarhöfn ehf um akstur á leið 95 milli Borgarfjarðar og Egilsstaða. Sveitarstjórn Múlaþings beinir því til Vegagerðarinnar að fallið verði frá þessari ákvörðun og felur sveitarstjóra að koma á fundi með forstjóra Vegagerðarinnar og innviðaráðherra vegna málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna júní til desember 2024

Málsnúmer 202405201Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundadagatal fyrir sveitarstjórn, ráð og heimastjórnir fyrir ágúst til desember 2024 sem hefur verið staðfest af heimastjórnum og viðkomandi fagráðum.

Til máls tók: Eyþór Stefánsson

Eftirfarandir tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi fundardagatal sveitarstjórnar og fastanefnda ágúst til desember 2024 og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að það verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir jafnframt að sumarleyfi sveitarstjórnar verði frá fundi þess 12. júní 2024 og til og með 6. ágúst 2024. Byggðaráð mun fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma, sbr. 32. gr. samþykkta um stjórn Múlaþings. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verði haldinn 14. ágúst.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti (ES)

7.Aðalskipulagsbreyting, Úlfsstaðaholt, frístundabyggð

Málsnúmer 202103071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá 118. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs varðandi skipulagstillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Tillagan var auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til og með 25. janúar sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2020 fyrir frístundabyggð við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða. Um málsmeðferð fer samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur sveitarstjórn skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Bílastæðagjöld á Egilsstaðaflugvelli

Málsnúmer 202401065Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 29.05.2024, þar sem máli er varðar bílastæðagjöld á Egilsstaðaflugvelli er beint til sveitarstjórnar til umfjöllunar. Jafnframt liggur fyrir álitsgerð lögfræðings varðandi málið.

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason, Hildur Þórisdóttir, Þórlaug Alda Gunnarsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson og Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings lýsir furðu sinni á fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og tekur undir með byggðaráði Múlaþings og mótmælir þessu harðlega. Eins og fram kemur í fyrirliggjandi álitsgerð lögfræðings þarf sérstaka lagaheimild fyrir þeirri gjaldtöku sem áformuð er og er slík lagaheimild ekki til staðar. Auk þessa þá væri áformuð gjaldtaka ISAVIA ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda varðandi uppbyggingu og rekstur flugavalla til lengri tíma. Sveitarstjórn Múlaþings er því sammála að brugðist verði við óæskilegri notkun bílastæða, s.s. langtíma geymslusvæði, með reglum og eftirliti en leggst alfarið gegn því að farið verði í fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll sem mun hafa umtalsverðar auknar álögur í för með sér fyrir íbúa Austurlands er sækja þurfa verulegan hluta grunnþjónustu á höfuðborgarsvæðið. Sveitarstjóra falið að koma afgreiðslu sveitarstjórnar á framfæri við ISAVIA, stjórnvöld og þingmenn kjördæmisins auk þess sem sveitarstjórn ítrekar ósk sína um fund með innviðaráðherra um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Betri vinnutími í leikskólum Múlaþings

Málsnúmer 202302197Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur vinnuhóps um Betri vinnutíma í leikskólum og framtíðarfyrirkomulag á sumarleyfi leikskólanna og eru þær byggðar á niðurstöðum kannana til foreldra og starfsfólks. Tillögurnar voru samþykktar í fjölskylduráði 7.5.24.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þórlaug Alda Gunnarsdóttir, Björg Eyþórsdóttir og Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur að betri vinnutíma í leikskólum og framtíðarfyrirkomulagi á sumarleyfi leikskólanna og felur fræðslustjóra sjá til þess að þær verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Endurskoðun á reglum leikskóla í Múlaþingi

Málsnúmer 202306010Vakta málsnúmer

Fyrir liggja endurskoðaðar reglur leikskóla í Múlaþingi í samræmi við breytingar vegna Betri vinnutíma. Reglurnar voru samþykktar í fjölskylduráði 4.6.24.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi reglur leikskóla í Múlaþingi og felur fræðslustjóra að sjá til þess að þær verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Reglur um innritun í leikskóla Múlaþings

Málsnúmer 202405219Vakta málsnúmer

Fyrir liggja nýjar reglur um innritun í leikskóla Múlaþings. Reglur þessar þarf að birta í Stjórnartíðindum og því eru þær teknar út úr Reglum leikskóla Múlaþings. Reglurnar voru samþykktar í fjölskylduráði 4.6.24.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykktir fyrirliggjandi reglur um innritun í leikskóla Múlaþings og felur fræðslustjóra að sjá til þess að þær verði birtar í Stjórnartíðindum og virkjaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Málefni Stakkahlíðar

Málsnúmer 202210013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 06.06.2024, varðandi málefni Stakkahlíðar.

Til máls tóku: Helgi Hlynur Ásgrímsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgafjarðar varðandi mikilvægi þess að haldinn verði opinn kynningarfundur þar sem umfjöllunarefnið verði möguleg friðlýsing Stakkahlíðar. Sveitarstjórn felur heimastjórn Borgarfjarðar að hafa umsjón með og boða til slíks fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


13.Heimastjórn Borgarfjarðar - 48

Málsnúmer 2405024FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 47

Málsnúmer 2405025FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Heimastjórn Djúpavogs - 50

Málsnúmer 2405020FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 47

Málsnúmer 2405011FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Byggðaráð Múlaþings - 116

Málsnúmer 2404026FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Byggðaráð Múlaþings - 117

Málsnúmer 2405010FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 7 Eyþór Stefánsson og Ívar Karl Hafliðason.

Lagt fram til kynningar.

19.Byggðaráð Múlaþings - 118

Málsnúmer 2405015FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Byggðaráð Múlaþings - 119

Málsnúmer 2405021FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 117

22.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 118

23.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 119

24.Fjölskylduráð Múlaþings - 103

Málsnúmer 2405004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

25.Fjölskylduráð Múlaþings - 104

Málsnúmer 2405013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

26.Fjölskylduráð Múlaþings - 105

Málsnúmer 2405018FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

27.Fjölskylduráð Múlaþings - 106

Málsnúmer 2405026FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

28.Ungmennaráð Múlaþings - 30

Málsnúmer 2404002FVakta málsnúmer

Til máls tók: Einar Freyr Guðmundsson

Lagt fram til kynningar.

29.Öldungaráð Múlaþings - 7

Málsnúmer 2405017FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

30.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?