Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2024, viðaukar

Málsnúmer 202405116

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 117. fundur - 21.05.2024

Fjármálastjóri fór yfir fyrirliggjandi tillögur að viðaukum við samþykkta fjárhagsáætlun Múlaþings sem eru til komnar vegna breyttra forsendna í rekstri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að viðauka 1 sem felur í sér eftirfarandi breytingar á viðkomandi málaflokkum í A-hluta:

Nr. Málaflokkur/sjóður Viðaukar (þús.kr.)

00 Skatttekjur 48.207
02 Félagsþjónusta (154.809)
04 Fræðslu- og uppeldismál (39.722)
06 Æskulýðs- og íþróttamál (54.621)
28 Fjármagnstekjur og -gjöld (6.114)
31 Eignasjóður (56.994)

A-hluti samtals (264.053) til hækkunar á útgjöldum nettó

Fjárfestingahreyfingar:
Stofnframlag Bláargerði 7 6,1 millj.kr.
Stofnframlag Bláargerði 5 5,8 millj.kr.
Kaupvangur 10 46 millj.kr.

Fjármögnunarhreyfingar:
Lántaka A hluti 250 millj.kr.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 49. fundur - 12.06.2024

Fyrir liggur afgreiðsla byggðaráðs Múlaþings, dags. 21.05.2024, á viðaukum við samþykkta fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2024.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, Ívar Karl Hafliðason og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi afgreiðslu byggðaráðs á viðaukum við samþykkta fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 sem eru til komnir vegna breyttra forsendna í rekstri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?