Fara í efni

Betri vinnutími í leikskólum Múlaþings

Málsnúmer 202302197

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 65. fundur - 07.03.2023

Fyrirliggur aðgerðaráætlun vegna innleiðingu ,,betri vinnutíma“ í leikskólum Múlaþings að tilmælum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara. Breytt fyrirkomulag á vinnutíma tekur gildi 1. ágúst 2023.

Lagt fram til kynningar

Fjölskylduráð Múlaþings - 67. fundur - 04.04.2023

Fyrir liggur drög að innleiðingaráætlun á Betri vinnutíma í leikskólum Múlaþings.

Málið áfram í vinnslu.


Fjölskylduráð Múlaþings - 70. fundur - 02.05.2023

Fyrir liggja drög að kostnaðaráætlun vegna Betri vinnutíma í leikskólum Múlaþings.

Málið er áfram í vinnslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 74. fundur - 06.06.2023

Fyrir liggur innleiðingaráætlun um betri vinnutíma í leikskólum Múlaþings.

Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að leggja fyrir könnun vorið 2024 til foreldra um fyrirkomulag á betri vinnutíma í leikskólum. Fjölskylduráð samþykkir innleiðingaráætlunina um betri vinnutíma í leikskólum Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 91. fundur - 09.01.2024

Fyrir liggur minnisblað um starfsemi leikskóla á milli hátíða 2023, lagt fram til kynningar. Jafnframt liggur fyrir fundinum erindisbréf fyrir starfshóps um betri vinnutíma starfsfólks leikskóla og fyrirkomulag sumarleyfa í leikskólum. Starfshópurinn skal skila af sér tillögum og aðgerðaráætlun fyrir 1. apríl 2024. Fulltrúi meirihlutans í starfshópnum verður Björg Eyþórsdóttir, fyrir minnihlutann verður Jóhann Hjalti Þorsteinsson og fyrir hönd foreldra verður Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 103. fundur - 07.05.2024

Fyrir liggja tillögur um fyrirkomulag á Betri vinnutíma skólaárið 2024 - 2025. Tillögurnar voru unnar af vinnuhópi sem átti að finna leiðir til að bæta vinnutíma starfsfólks í leikskólum í Múlaþingi.

Vinnuhópurinn leggur til að fyrirkomulag vinnustyttingar verði óbreytt þar til niðurstöður kjarasamninga liggi fyrir.
Vinnuhópurinn leggur til að auka sveigjanleika í kringum gjaldfrjálsu dagana sem nú þegar eru skilgreindir, eða daga í kringum jól, vetrarfrí og dymbilviku.
Vinnuhópurinn leggur til að fyrirkomulag vinnuhléa verði áfram með þeim hætti og verið hefur á skólaárinu.
Vinnuhópurinn leggur til að vistunartími yngstu barnanna verði kl. 8:00 ? 15:00 með möguleikanum á að bæta við 15 mínútum í lok dags eða til kl. 15:15.
Niðurstaða vinnuhópsins er að skólarnir ákveði hvenær hentugast er fyrir þá að hafa starfsmannafundina út frá aðstæðum hvers skóla.
Vinnuhópurinn leggur til að lokað verði í 5 vikur en foreldrar geti óskað eftir því að börn þeirra geti mætt í síðustu viku lokunnar. Einnig leggur vinnuhópurinn til að sumarlokun verði alltaf á sama tíma, þ. e. lokað í fimm vikur og fram yfir verslunarmannahelgi. Vinnuhópurinn leggur því til að viðmið verði 5 börn í hverjum skóla en í Tjarnarskógi verði miðað við 5 börn í álmu, þ. e. 5 börn í yngstu álmu, 5 börn í eldri álmu og 5 börn á Tjarnarlandi. Með þessu móti ættu börnin sem mæta að þekkja starfsfólk og önnur börn sem verða þessa daga í skólanum.

Fjölskylduráð þakkar vinnuhópnum fyrir gott starf. Fjölskylduráð samþykkir tillögur vinnuhópsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 49. fundur - 12.06.2024

Fyrir liggja tillögur vinnuhóps um Betri vinnutíma í leikskólum og framtíðarfyrirkomulag á sumarleyfi leikskólanna og eru þær byggðar á niðurstöðum kannana til foreldra og starfsfólks. Tillögurnar voru samþykktar í fjölskylduráði 7.5.24.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þórlaug Alda Gunnarsdóttir, Björg Eyþórsdóttir og Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur að betri vinnutíma í leikskólum og framtíðarfyrirkomulagi á sumarleyfi leikskólanna og felur fræðslustjóra sjá til þess að þær verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?