Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

104. fundur 23. janúar 2024 kl. 08:30 - 10:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Hafnargata 42B, sala

Málsnúmer 202311355Vakta málsnúmer

Fyrir liggja þrjú tilboð í Hafnargötu 42B á Seyðisfirði.

Undir þessum lið vakti Helgi Hlynur Ásgrímsson máls á mögulegu vanhæfi sínu vegna tengsla við einn tilboðsgjafann.

Formaður lagði málið fram til afgreiðslu sem var fellt á jöfnu, 2 samþykkir (HHÁ,BHS) 2 á móti (HÞ,VJ) og einn sat hjá (ÍKH)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að taka tilboði Þráinns E. Gíslasonar í Hafnargötu 42B, á Seyðisfirði og er sveitarstjóra veitt umboð, fyrir hönd sveitarfélagsins, til að ganga frá sölu eignarinnar og undirrita öll skjöl því tengd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Hafnargata 44B (Sólbakki), sala

Málsnúmer 202311354Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fjögur tilboð í Hafnargötu 44B á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að taka tilboði Snoturs ehf í Hafnargötu 44b, á Seyðisfirði og er sveitarstjóra veitt umboð, fyrir hönd sveitarfélagsins, til að ganga frá sölu eignarinnar og undirrita öll skjöl því tengd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Störf undanþegin verkfallsheimild 2024

Málsnúmer 202310051Vakta málsnúmer

Fyrir liggur listi yfir störf hjá Múlaþingi sem undanskilin eru verkfallsheimild árið 2024, komi til verkfalla, sbr. 19.gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 með síðari breytingum og 2.gr. laga nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að lokinni yfirferð yfir fyrirliggjandi drög samþykkir byggðaráð listann og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að listinn verði birtur í B-deild Stjórnartíðinda innan tilskilins frest.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Beiðni um umsögn um geymslustað ökutækjaleigu, Hollywood ehf

Málsnúmer 202312015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Samgöngustofu um umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu, Lux Campers ehf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa Múlaþings staðfestir byggðaráð Múlaþings að umsókn Hollywood ehf. (Lux Campers), kt. 520521-1190, um rekstur ökutækjaleigu að Ekkjufellsseli, 701 Egilsstaðir, fellur að gildandi skilmálum aðalskipulags sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Fundargerðir svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 202312232Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá 115. fundi svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem óskað er eftir því að Múlaþing fjalli um mögulega uppbyggingu gestastofu á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela atvinnu- og menningarmálastjóra að láta leggja mat á kosti þess að ráðist verði í mögulega uppbyggingu gestastofu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð á Egilstöðum. Málið verður tekið til umfjöllunar í byggðaráði er niðurstaða úr þeirri vinnu liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Sveitarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 202301120Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fjórar ábendingar og athugasemdir er fram komu á sveitarstjórnarbekknum 16. desember 2023 og beint var til byggðaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings mun taka þær athugasemdir er fram komu varðandi heilbrigðisþjónustu upp á fundi með fulltrúum HSA. Ábendingu varðandi lögreglusamþykkt sveitarfélagsins verði komið á framfæri við lögreglustjóra Austurlands og haldið verði áfram samtali við HMS varðandi mikilvægi þess að bregðast við húsnæðisþörf í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að sjá til þess að þeim er lögðu fram þau erindi er bárust byggðaráði verði svarað.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Haustþing SSA og aðgerðaráætlanir 2023

Málsnúmer 202309159Vakta málsnúmer

Fyrir liggja hugmyndir skrifstofustjóra varðandi það í hvaða ferli tillögur haustþings SSA skuli fara hjá starfsfólki og fagráðum sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemdir við þær hugmyndir er liggja fyrir varðandi það í hvaða ferli tillögur haustþings SSA fari innan sveitarfélagsins og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að vinna hefjist samkvæmt þeim.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð samráðshóps um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði, dags. 15.01.2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við þær áherslur er fram koma í fundargerð samráðshóps um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði felur byggðaráð sveitarstjóra að óska eftir því við innviðaráðherra að upplýst verði um tímasetningu upphafs framkvæmda við Fjarðarheiðargöng.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12.01.2024.

Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir stjórnar HEF 2024

Málsnúmer 202401099Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 16.01.2024.

Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401108Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 10.01.2024.

Lagt fram til kynningar.

13.Erindi varðandi Gamla Skóla

Málsnúmer 202311238Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum til komu fulltrúar Skálanesseturs, þau Ólafur Örn Pétursson og Rannveig Þórhallsdóttir og gerðu grein fyrir þeim hugmyndum er viðkomandi hafa varðandi framtíðarnýtingu Gamla skóla á Seyðisfirði.

14.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401058Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun til landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga er verður haldið í Hörpu 14. mars nk.

Lagt fram til kynningar.

15.Unaós, næstu skref eftir bruna á fjárhúsi og hlöðu

Málsnúmer 202311208Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Framkvæmdasýslunni Ríkiseignum (FSRE) varðandi húsnæðismál jarðarinnar Unaós.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings hefur ekki áform um að kaupa núverandi húsnæði jarðarinnar Unaós en leggur áherslu á að Framkvæmdasýslan Ríkiseignir (FSRE) bregðist við með þeim jákvæðum hætti óskum er fram hafa komið varðandi endurbætur og uppbyggingu húsakosts á umræddri jörð.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

16.Sértækur byggðakvóti, Djúpivogur

Málsnúmer 202401087Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umfjöllunar erindi frá Búlandstindi ehf. varðandi byggðakvóta á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem fyrir liggur að samningur Byggðastofnunar og Búlandstinds ehf./Ósness ehf. um sértækan byggðakvóta rennur út á þessu ári leggur byggðaráð Múlaþings áherslu á að umræddur samningur verði endurnýjaður. Sá sértæki byggðakvóti sem hér um ræðir hefur skipt sköpum í því að viðhalda atvinnustarfsemi á Djúpavogi undanfarin ár og áframhaldandi úthlutun mun hafa veruleg áhrif í þá veru að tryggja áframhaldandi trausta og uppbyggilega atvinnustarfsemi á Djúpavogi.

Samþykkt með 4 atkvæðum, einn sat hjá(HHÁ)

Fundi slitið - kl. 10:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?