Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

120. fundur 18. júní 2024 kl. 08:30 - 10:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Menningarstefna og aðgerðaráætlun

Málsnúmer 202403115Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til afgreiðslu tillögur að Menningarstefnu Múlaþings 2024-2030 auk aðgerðaráætlunar. Inn á fundinn undir þessum lið kom atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings, Aðalheiður Borgþórsdóttir, og gerði grein fyrir fyrirliggjandi tillögum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur að Menningarstefnu Múlaþings 2024-2030 auk aðgerðaráætlunar menningarstefnu, enda verði hún unnin í samræmi við ramma fjárhagsáætlana hverju sinni, og felur atvinnu- og menningarmálastjóra að sjá til þess að menningarstefnan verði virkjuð.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Fundargerðir svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 202312232Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá verkefnisstjóra upplýsinga- og kynningarmála og atvinnu- og menningarmálastjóra varðandi mögulega uppbyggingu gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu verkefnisstjóra upplýsinga- og kynningarmála og atvinnu- og menningarmálastjóra um að gera gestastofunni í Fljótsdal hærra undir höfði með því m.a. að gerð verði ný kynningarskilti og að starfsfólk á stöðum þar sem veittar eru upplýsingar nú þegar fái frekari fræðslu en að ekki verði ráðist í breyta upplýsingamiðstöð við tjaldsvæðið í gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs. Atvinnu- og menningarmálastjóra falið að sjá til þess að unnið verði áfram í samræmi við fyrirliggjandi tillögur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Beiðni um sameiginlega tilnefningu sveitarfélaga í Hreindýraráð 2024 - 2028

Málsnúmer 202406032Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti varðandi tilnefningu fulltrúa sveitarfélaganna á Austurlandi í hreindýraráð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til að því fyrirkomulagi verði haldið óbreyttu að Samband sveitarfélaga á Austurlandi tilnefni sameiginlegan fulltrúa sveitarfélaganna í hreindýraráð.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Nýliðun í landbúnaði

Málsnúmer 202405040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 06.06.2024, auk minnisblaðs þar sem því er beint til byggðaráðs að taka til umfjöllunar stöðu atvinnu og búsetu í dreifbýli sveitarfélagsins með vísan til rekstrar- og starfsumhverfis í landbúnaði og að málið verði jafnframt tekið upp við stjórnvöld.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela atvinnu- og menningarmálastjóra að láta vinna, í samvinnu við Austurbrú, frekari greiningu á stöðu atvinnu- og búsetu í dreifbýli sveitarfélagsins með vísan til rekstrar- og starfsumhverfis í landbúnaði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Styrkleikarnir 2024

Málsnúmer 202406047Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Krabbameinsfélagi Austurlands þar sem vakin er athygli á atburði, Styrkleikunum, sem stendur til að halda á Egilsstöðum 31. ágúst til 1. september 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar því að til standi að Styrkleikarnir verði haldnir á Egilsstöðum 31. ágúst til 1. september 2024 og mun sveitarfélagið styðja viðburðinn með sama hætti og 2023. Íbúar og fyrirtæki innan sveitarfélagsins eru hvött til að kynna sér tilefni þessa viðburðar og að taka þátt.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Stofnun samvinnuseturs á Egilsstöðum

Málsnúmer 202406078Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Maríu Ósk Kristmundsdóttur varðandi mögulega stofnun samvinnuseturs á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir það er fram kemur í fyrirliggjandi erindi að mikilvægt er að koma á þekkingar- og samvinnusetri á Egilsstöðum með vinnuaðstöðu fyrir óstaðbundin störf. Sveitarstjóra og skrifstofustjóra falið að vinna að framgangi málsins í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Fundagerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum,SSKS 2024

Málsnúmer 202401207Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 06.06.2024.

Lagt fram til kynningar.

9.Fundagerðir Austurbrúar og upplýsingapóstar 2024

Málsnúmer 202401179Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Austurbrúar, dags. 17.05.2024.

Lagt fram til kynningar.

10.Fundagerðir SSA 2024

Málsnúmer 202401177Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar SSA, dags. 17.05.2024.

Lagt fram til kynningar.

11.Aðalfundur Brunavarna á Héraði 2024, fundagerð

Málsnúmer 202406054Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Brunavarna á Héraði, dags. 05.06.2024, auk ársreiknings fyrir árið 2023.

Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31.05.2024.

Lagt fram til kynningar.

13.Aðalfundur Vísindagarðsins 2024

Málsnúmer 202406077Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir aðalfundar Vísindagarðsins ehf., dags. 14.06.2024, auk stjórnarfunda Vísindagarðsins ehf. sama dag.

Lagt fram til kynningar.

14.Samráðsgátt. Drög að flokkun fimm virkjunarkosta

Málsnúmer 202406064Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að tillögum verkefnisstjórnar varðandi flokkun virkjunarkostanna Bolaalda, Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun, Skúfnavatnavirkjun og Hamarsvirkjun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri fyrir hönd sveitarfélagsins:
Hamarsvirkjun mun hafa mjög jákvæð áhrif á orkuöryggi og bæta aðgengi að orku á Austurlandi auk þess að fyrirsjáanlegt er að um jákvæð árhrif verður að ræða á atvinnulíf á svæðinu á framkvæmdatíma sem og til framtíðar.
Einnig mun Hamarsvirkjun hafa þau áhrif að aðgengi að hálendi verður bætt sem mun bæði nýtast sauðfjárbændum, ferðaþjónustu, hreindýraveiðum og til útivistar.
Varðandi möguleg neikvæð áhrif á samheldni í samfélaginu, samanber mat faghóps 3 á samfélagslegum áhrifum, er það ekki sú tilfinning sem fulltrúar í byggðaráði Múlaþings hafa fengið eftir samskipti við framkvæmdaaðila og íbúa í nærsamfélagi virkjunarinnar.
Byggðaráð Múlaþings leggst gegn því að Hamarsvirkjun verði flokkuð í verndarflokk.

Samþykkt með 3 atkvæðum, einn sat hjá (HÞ) og einn á móti (ÁMS).

Ásrún Mjöll Stefánsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi V-lista er ósammála ofangreindri tillögu þar sem lagst er gegn því að Hamarsvirkjun sé sett í verndarflokk, þvert á móti er það fagnaðarefni. Svæðið sem virkjunin kæmi annars til með að raska eru síðustu lítt snortnu víðerni Austurlands.

15.Sértækur byggðakvóti, Djúpivogur

Málsnúmer 202401087Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Byggðastofnun varðandi aflamark Byggðastofnunar á Djúpavogi auk tillögu að svari sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir tillögu að svari við erindi Byggðastofnunar varðandi aflamark á Djúpavogi og felur sveitarstjóra að svara erindinu fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?