Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

104. fundur 08. janúar 2024 kl. 08:30 - 10:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Hulda Sigurdís Þráinsdóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Skipulagsfulltrúi (SJ) sat fundinn undir liðum nr. 6-10.

1.Tjarnargarðurinn á Egilsstöðum

Málsnúmer 202312312Vakta málsnúmer

Garðyrkjustjóri fylgir eftir minnisblaði um fyrirhugaðar framkvæmdir við hátíðarsvið í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirhuguð framkvæmd verði unnin í samræmi við valkost B í minnisblaði.

Samþykkt samhljóða.


Gestir

  • Jón Kristófer Arnarson, garðyrkjustjóri - mæting: 08:30

2.Fasteignir Múlaþings, viðhaldsáætlun

Málsnúmer 202312202Vakta málsnúmer

Verkefnastjórar framkvæmdamála sitja fundinn undir þessum lið og kynna viðhaldsáætlun fyrir árið 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi viðhaldsáætlun fyrir árið 2024.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Bergvin Jóhann Sveinsson - mæting: 08:55
  • Steingrímur Jónsson - mæting: 08:55

3.Gatnagerð og veitulagnir, Víkurland

Málsnúmer 202401018Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja niðurstöður útboðs á gatna- og lagnahönnun við Víkurland á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda í samræmi við fyrirliggjandi niðurstöðu útboðs.

Samþykkt samhljóða.


4.Gatnagerð og veitulagnir, Valgerðarstaðir

Málsnúmer 202401017Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja niðurstöður útboðs á gatna- og lagnahönnun við Valgerðarstaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda í samræmi við fyrirliggjandi niðurstöðu útboðs.

Samþykkt samhljóða.

5.Húsnæðisáætlun Múlaþings 2024

Málsnúmer 202308176Vakta málsnúmer

Lögð er fram að nýju tíu ára húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2024 þar sem brugðist hefur verið við ábendingum og athugasemdum sem komu fram í bókunum heimastjórna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að endurskoðaðri húsnæðisáætlun Múlaþings til næstu 10 ára og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

6.Deiliskipulag, Smávirkjun við Gestreiðarstaðaháls

Málsnúmer 202212147Vakta málsnúmer

Nýtt deiliskipulag smávirkjunar við Gestreiðarstaðaháls var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til og með 2. janúar sl. og bárust tvær athugasemdir sem liggur fyrir ráðinu að taka til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til þeirra athugasemda sem gerðar eru af hálfu Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar við fyrirliggjandi áætlun samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að vísa þeim til málsaðila til úrvinnslu. Sérstaklega er bent á að skoða með hvaða hætti er hægt að haga framkvæmdum þannig að þær valdi sem minnstum áhrifum á viðkvæmt náttúrufar á svæðinu, einkum við lagningu strengja um svæði með viðkvæmum gróðri. Einnig þarf að skoða hvort aðrar leiðir fyrir lagnir séu heppilegri að teknu tilliti til þessara þátta. Þá þarf að taka athugasemdir Umhverfisstofnunar til skoðunar, gera mat á þeim áhrifum sem framkvæmdin kemur til með að hafa á ána og meta betur hvert verður vistfræðilegt ástand vatnshlotsins að þeim loknum. Þá þarf líka að gera betur grein fyrir framleiðslugetu virkjunarinnar yfir kaldasta tímann þegar vatnsbúskapurinn í ánni er lakastur, og að hve miklu leyti þurfi að keyra á varaafli.

Samþykkt samhljóða.

7.Deiliskipulag, Hákonarstaðir á Jökuldal

Málsnúmer 202111209Vakta málsnúmer

Lagt er fyrir að nýju deiliskipulag ferðaþjónustu að Hákonarstöðum á Jökuldal. Skipulagið hefur verið uppfært með tilliti til breytinga á rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir ferðaþjónustu- og áfangastaðinn Stuðlagil á Jökuldal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir deiliskipulag í landi Hákonarstaða og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

8.Deiliskipulagsbreyting, Grund á Jökuldal

Málsnúmer 202111210Vakta málsnúmer

Lagt er fyrir að nýju deiliskipulag ferðaþjónustu að Grund á Jökuldal. Skipulagið hefur verið uppfært með tilliti til breytinga á rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir ferðaþjónustu- og áfangastaðinn Stuðlagil á Jökuldal auk þess sem brugðist hefur verið við athugasemdum Minjastofnunar Íslands, dags. 2. júní 2023, sem barst á auglýsingatíma skipulagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir deiliskipulag í landi Grundar og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

9.Deiliskipulag, Jökuldalur, Klaustursel

Málsnúmer 202111169Vakta málsnúmer

Lagt er fyrir að nýju deiliskipulag ferðaþjónustu í landi Klaustursels á Jökuldal. Skipulagið hefur verið uppfært með tilliti til breytinga á rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir ferðaþjónustu- og áfangastaðinn Stuðlagil á Jökuldal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir deiliskipulag í landi Klaustursels og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu. Ráðið samþykkir jafnframt uppfærð drög að umsögnum um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma skipulagsins.

Samþykkt samhljóða.

10.Umsókn um byggingarheimild, Egilsstaðir 1, 700,

Málsnúmer 202312272Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarheimild fyrir byggingu frístundahúss á jörðinni Egilsstaðir 1 (L157580). Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til eigenda eftirfarandi fasteigna: Egilsstaðir 3, Egilsstaðir 4 og Egilsstaðahúsið.

Samþykkt samhljóða.

11.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Stórhóll

Málsnúmer 202312216Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um að stofna lóð úr landi Bakka 1 (L191688) sem er í eigu sveitarfélagsins, þar sem fyrirhugað er að reisa sumarhús.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á fyrirliggjandi umsókn en bendir umsækjanda á að nýjar íbúðarhúsalóðir við Jörfa verða lausar til úthlutunar á allra næstu dögum.

Samþykkt samhljóða.

12.Umsagnarbeiðni,Aðalskipulag Þingeyjarsveitar, nr. 08812023 Kynning tillögu á vinnslustigi (Nýtt aðalskipulag)

Málsnúmer 202312310Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni við vinnslutillögu nýs Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2023-2043, mál nr. 881/2023 í Skipulagsgátt. Umsagnarfrestur er til 22. janúar 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að skipulagsmörkin verði samræmd milli sveitarfélaganna en gerir ekki athugasemdir við tillöguna að öðru leyti.

Samþykkt samhljóða.

13.Fundargerðir svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 202312232Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 123. fundi svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

14.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2023

Málsnúmer 202301192Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 176. fundi heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

15.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 26

Málsnúmer 2312008FVakta málsnúmer

Fundargerð frá 26. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?