Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

49. fundur 15. ágúst 2024 kl. 10:00 - 11:25 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson fulltrúi sveitarstjóra á Fljótsdalshéraði og skrifstofustjóri

1.Deiliskipulag, Úlfsstaðaholt, frístundabyggð

Málsnúmer 202203036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur afgreiðsla Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulags frístundabyggðar á Úlfsstaðaholti. Stofnunin gerði athugasemd við að heimastjórn hefði staðfest deiliskipulagið (6. júní 2024) áður en samsvarandi breyting á aðalskipulagi var samþykkt í sveitarstjórn (12. júní 2024). Skipulagstillögurnar voru báðar samþykktar samhliða á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 27. maí 2024.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir, í annað sinn, fyrirliggjandi skipulagstillögu frístundabyggðar á Úlfsstaðaholti í landi Úlfsstaða í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um meðferð ágangsfjár

Málsnúmer 202407097Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um meðferð ágangsfjár.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að óskað verði eftir því við Samband sveitarfélaga á Austurlandi að leiða verkefni, í samstarfi við sveitarfélög á Austurlandi, sem miði að því að móta reglur um meðferð ágangsfjár m.a. á grundvelli sameiginlegrar fjallskilasamþykktar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ágangsfé, Hallfreðarstaðir 2

Málsnúmer 202407055Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 14.7.2024, frá Stefáni Fannari Steinarssyni, þar sem vakin er athygli á ágangi sauðfjár og óskað liðsinnis sveitarfélagsins við að losna við ágangsfé úr ræktarlandi að Hallfreðarstöðum 2.

Á fundinn undir þessum lið mætti Stefán Aspar Stefánsson, verkefnastjóri umhverfismála.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs óskar eftir því að verkefnastjóri umhverfismála vinni áfram í málinu í samstarfi við hlutaðeigandi. Jafnframt vísar heimastjórn til liðar tvö á þessum fundi um gerð reglna um málsmeðferð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Gangnaboð og gangnaseðlar 2024

Málsnúmer 202408001Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gangnaseðlar fyrir Jökuldal austan ár og Hróarstungu, Fellin, Vellina, Eiðaþinghá, Jökuldal norðan ár og Hlíð, Hjaltastaðaþinghá

Einnig liggur fyrir fundargerð um undirbúning gangna frá 31.7.2024, þar sem mættir voru fjallskilastjórar og verkefnastjóri umhverfismála og skrifstofustjóri.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi gangnaseðla fyrir Jökuldal austan ár og Hróarstungu, Fellin, Vellina, Eiðaþinghá, Jökuldal norðan ár og Hlíð, Hjaltastaðaþinghá, Skriðdal.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?