Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

88. fundur 26. júní 2023 kl. 09:00 - 13:20 í Valaskjálf, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sóley Valdimarsdóttir starfsmaður umhverfis- og framkvæmdasviðs
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199Vakta málsnúmer

Til fundar mættu landeigendur, skipulagshönnuður, fulltrúar Austurbrúar og aðrir sem komið hafa að verkefninu á vinnslutíma þess. Farið var yfir næstu skref verkefnisins og þá sameiginlegu framtíðarsýn sem sett er fram um uppbyggingu áfangastaðarins við Stuðlagil í rammahluta aðalskipulags.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að texti í greinargerð rammahluta aðalskipulags sem vísar til þess að göngubrú yfir Jökulsá á Dal sé heimil með samþykki hlutaðeigandi landeigenda verði felldur út. Það er skilningur ráðsins að eigi að reisa brú yfir Jökulsá, þurfi samþykki allra aðila að samkomulagi því sem undirritað var um gerð rammahluta aðalskipulags, að liggja fyrir auk hefðbundins skipulagsferils við breytingu á aðalskipulagi.

Hvað varðar uppbyggingaráform á Grund, felur ráðið skipulagsfulltrúa að óska eftir nánari upplýsingum frá landeigendum svo hægt sé að gera viðeigandi breytingar á rammahluta aðalskipulags.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að endurskoða fyrri ákvörðun sína um að skipulagsskilmálum verði breytt í skipulagsviðmið og samþykkir nú að breyta skuli hugtakanotkun í rammahluta aðalskipulags úr "skipulagsskilmálum" í "skipulagsákvæði".

Málið verður tekið fyrir að nýju þegar frekari upplýsingar varðandi uppbyggingu á Grund liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Jakob Karlsson - mæting: 09:40
  • Halla Eiríksdóttir - mæting: 09:40
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Austurbrú - mæting: 09:00
  • Urður Gunnarsdóttir, Austurbrú - mæting: 09:00
  • Sigvaldi Ragnarsson - mæting: 09:40
  • Páll Benediktsson - mæting: 09:40
  • Gauti Jóhannesson, Múlaþing - mæting: 09:40
  • Grétar Karlsson - mæting: 09:40
  • Marteinn Óli Aðalsteinsson - mæting: 09:40
  • Anna Katrín Svavarsdóttir, Teiknistofan AKS - mæting: 09:40
  • Aðalsteinn Jónsson - mæting: 09:40
  • Gréta Þórðardóttir - mæting: 09:40

2.Útboð á skólaakstri/almenningssamgöngum 2023

Málsnúmer 202303029Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja niðurstöður vegna útboðs á almenningssamgöngum í þéttbýli á Egilsstöðum og í Fellabæ, og milli Egilsstaða og Brúaráss.
Verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Sæti hópferðir í samræmi við fyrirliggjandi niðurstöðu útboðs.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir - mæting: 12:50

3.Deiliskipulagsbreyting, Miðvangur 8

Málsnúmer 202212110Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Sigurgarði ehf., dags. 30. maí 2023 sem byggðaráð og sveitarstjórn hafa samþykkt að vísa til ráðsins.
Sveitarstjórn beindi því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka til endurskoðunar reglur varðandi mögulega afslætti vegna byggingar íbúðarhúsnæðis á miðbæjarsvæði Egilsstaða og horft verði til þess við endurskoðun á fyrri afgreiðslu ráðsins varðandi fyrirliggjandi erindi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við a) hluta 5. gr. gjaldskrár skipulags- og byggingarmála í Múlaþingi samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að veittur verði allt að 50% heildarafsláttur, vegna dýptar undir gólfplötu, af gatnagerðargjaldi lóða fyrir íbúðarhúsnæði á skilgreindu miðbæjarsvæði Egilsstaða. Afsláttur þessi verður veittur út árið 2025 og á eingöngu við um byggingarhæfar lóðir sem eru Miðvangur 8, Kaupvangur 20 og Sólvangur 2, 4 og 6.

Samþykkt samhljóða.

4.Ábending, öryggismál, göngustígur upp að Gufufossi

Málsnúmer 202305240Vakta málsnúmer

Á 35. fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar var því beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka til umfjöllunar innsent erindi frá Margréti Veru Knútsdóttur, dags. 22.5.2023, þar sem áhyggjum er lýst af öryggi ferðamanna sem ganga eftir þjóðveginum upp að Gufufossi.
Jafnframt er lagt fram minnisblað starfsmanna frá vinnufundi sem haldinn var vegna málsins 21. júní sl.

Frestað til næsta fundar.

5.Kaupvangur 11, Bragginn

Málsnúmer 202211111Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að skipa fulltrúa í starfshóp byggðaráðs um framtíðarstarfsemi í Bragganum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipa Jónínu Brynjólfsdóttur í starfshópinn fyrir hönd ráðsins.

Samþykkt samhljóða.

6.Deiliskipulagsbreyting, Kaupvangur 4

Málsnúmer 202306092Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að útfærslu lóðamarka við Kaupvang 4 á Egilsstöðum.

Frestað til næsta fundar.

7.Deiliskipulag, Úlfsstaðaholt, frístundabyggð

Málsnúmer 202203036Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til deiliskipulags á Úlfsstaðaholti á Völlum. Fyrir liggur ítrekun á erindi um að ráðið samþykki deiliskipulagið og óskað verði eftir undanþágu frá fjarlægð byggingarreita að vegi til Innviðaráðuneytisins.

Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 13:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?