Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

39. fundur 05. október 2023 kl. 13:00 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Guðný Drífa Snæland varamaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að nýtt mál yrði tekið á dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða. Málið hefur málsnúmer 202209131. Samþykkt samhljóða.

1.Áskorun Höfnum risavöxnu vindorkuveri á Fljótsdalsheiði

Málsnúmer 202308088Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Landvernd áskorun um höfnun á vindorkuveri í landi Klaustursels á Fljótsdalshéraði.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs minnir á bókun heimastjórnar um málið frá 5. janúar 2023. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

2.Deiliskipulag, Úlfsstaðaholt, frístundabyggð

Málsnúmer 202203036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga til auglýsingar fyrir nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggð við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða. Breytingin er sett fram í greinargerð og á uppdrætti dagsett 7. september 2023. Einnig liggja fyrir umsagnir sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu en frestur rann út 13.janúar 2023.
Fyrir liggur undanþága innviðaráðuneytisins frá ákvæðum skipulagsreglugerðar sbr. fyrri bókanir umhverfis- og framkvæmdaráðs.


Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 25.9. 2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og felur skipulagsfulltrúa að láta auglýsa hana í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Deiliskipulag, Smávirkjun við Gestreiðarstaðaháls

Málsnúmer 202212147Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga nýs deiliskipulags smávirkjunar við Gestreiðarstaðaháls. Brugðist hefur verið við ábendingum Umhverfisstofnunar í samræmi við bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs á 92. fundi og liggur fyrir að taka afstöðu til auglýsingar tillögunnar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 25.9. 2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Hreinsun gatna á Eiðum

Málsnúmer 202309153Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Þórhalli Pálssyni, dagsettur 20. september 2023, þar sem vakin er athygli á frágangi eftir vegframkvæmdir á Eiðavelli og Vallnaholti, og spurt hvenær megi vænta þess að götulýsing við Borgarfjarðarveg verði sett upp að nýju.
Á fundinn undir þessum lið mætti Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings, sem fór yfir frágang vegframkvæmdanna á Eiðavelli og Vallnaholti og samskipti sín við Vegagerðina varðandi lýsingu á Borgarfjarðarvegi, við Eiða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs óskar eftr því við Vegagerðina að í öryggisskyni verði aftur komið upp götulýsingu á Borgarfjarðarvegi við þéttbýlið á Eiðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Vatnsveitulagnir, Egilsstaðir Eiðar

Málsnúmer 202308009Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk frá umhverfis- og framkvæmdasviði Múlaþings um umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefndar í tengslum við fyrirhugaðar lagnaframkvæmdir HEF veitna ehf. þar sem lagðar verða stofn- og dreiflagnir frá Egilsstöðum að Stóra-Haga við Eiðavatn, um 14 km leið. Gert er ráð fyrir þverun Eyvindarár auk þess sem lagnaleiðin liggur um votlendi sem fellur undir 61. gr. náttúruverndarlaga og svæði sem skilgreint er mikilvægt fuglasvæði.
Fyrir liggja umsagnir frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Hafrannsóknastofnun.

Vilhjálmur Jónsson og Jóhann Gísli Jóhannsson gerðu grein fyrir vanhæfi sínu og véku þeir af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins. Jónína Brynjólfsdóttir, varaformaður heimastjórnar, sat fundinn í stað Vilhjálms undir þessum lið.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefnd samþykkir umsögn sína um framkvæmdina og vísar henni til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Hraðhleðslustöðvar á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202309071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fyrirspurn í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins þar sem vakin er athygli á frekari þörf á hraðhleðslustöðvum á Egilsstöðum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að gerð verði úttekt á fjölda og staðsetningu rafhleðslustöðva í sveitarfélaginu. Í framhaldinu verði óskað eftir því við orkusala að hraðhleðslustöðvum verði fjölgað í sveitarfélaginu til að bæta þjónustu við íbúa og ferðamenn. Lögð er áhersla á að þessari uppbyggingu verði hraðað eins og kostur er m.a. sem lið í orkuskiptum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsagnarferli vegna umsóknar um breytingar á rekstrarleyfi fyrir Vínland Guesthouse

Málsnúmer 202309013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi, dagsett 4. september 2023, beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Stísu ehf, kt. 6202181540, um breytingu á gildandi rekstrarleyfi gististaðar í flokki II-B, stærra gistiheimili, Vínland guesthouse, að Vínlandi, 700 Egilsstaðir.

Þar sem umsögn Heilbrigðiseftirlits Austurlands liggur ekki fyrir er málinu frestað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2023

Málsnúmer 202307020Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 5.7. 2023, frá Umhverfisstofnun, þar sem tilkynnt er um ársfund náttúruverndarnefnda sveitarfélaga, Umhverfisstofnunar og forstöðumanna náttúrustofa, sem haldinn verður á Ísafirði 12. október 2023.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs og starfsmaður gera ráð fyrir að sitja ársfundinn sem fjarfund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri sem fór yfir framkvæmdir á vegum umhverfis- og framkvæmdasviðs á næsta ári. Hugrúnu þökkuð góð yfirferð.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd