Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

40. fundur 18. október 2023 kl. 13:00 - 16:00 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
  • Pétur Heimisson varamaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að skipaður verði sérstakur fundarstjóri til að sinna verkefnum varaforseta þar sem hvorugur skipaðra varaforseta sitja fundinn. Forseti kom með þá tillögu Vilhjálmur Jónsson gegni því starfi varaforseta á fundinum, í samræmi við 7. grein samþykkta um stjórn Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Í upphafi fundar leitaði forseti sveitarstjórnar afbrigða um að bæta inn sem lið 8, 202210120 Aðalskipulagsbreyting, Efnisnáma, Kiðueyri í Grímsá.

Afbrigðið samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Ábyrgð vegna lántöku HEF

Málsnúmer 202307106Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 03.10.23, varðandi ábyrgðaryfirlýsingar Múlaþings, kt. 660220-1350, til tryggingar yfirdráttarheimildar HEF Veitna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir hér með að gangast í sjálfskuldarábyrgð vegna yfirdráttarlánstöku HEF Veitna ehf. kt. 470605-1110 hjá Arionbanka hf. að fjárhæð kr. 500.000.000 og gildi til 1. apríl 2025. Er sjálfskuldarábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir veitunnar á starfsvæði Múlaþings. Sveitarstjórn Múlaþings skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda HEF Veitna til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins um tilgang eða sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að eignarhlutur sveitarfélagsins verði seldur til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta, verði það ekki greitt upp. Jafnframt er Birni Ingimarssyni sveitarstjóra kt. 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Múlaþings veitingu ofangreindrar ábyrgðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Aðalskipulagsbreyting, Úlfsstaðaholt, frístundabyggð

Málsnúmer 202103071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 25.09.2023 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna frístundabyggðar við Úlfsstaðaholt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi skipulagstillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert verður ráð fyrir frístundabyggða við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Íbúakosning um leiðarval frá Fjarðarheiðargöngum Fljótsdalshéraðs megin

Málsnúmer 202309154Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs frá 26.09.2023 varðandi íbúakosningu um leiðarval frá Fjarðarheiðargöngum Fljótsdalshéraðsmegin þar sem erindinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Til máls tóku Þröstur Jónsson, Pétur Heimisson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Jóhann Hjalti Þorsteinsson sem bar upp fyrirspurn, Þröstur Jónsson sem svaraði fyrirspurn, Ívar Karl Hafliðason, Björg Eyþórsdóttir, Þröstur Jónsson, Einar Freyr Guðmundsson, Eyþór Stefánsson.

Við fundarstjórn tók Vilhjálmur Jónsson á meðan Jónína Brynjólfsdóttir tók til máls undir málinu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
Í ljósi tvöfalds ákalls íbúa í sveitarfélaginu um aðkomu að leiðarvalsmálinu, þ.e. niðurstöðu skoðanakönnunar Gallup á síðasta ári þar sem mikill meirihluti var hlynntur norðurleið fremur en suðurleið og síðan í formi 96 neikvæðra athugasemda við auglýsta aðalskiplagsbreytingu vegna Suður-leiðar, telur sveitarstjórn rétt að leita álits kjósenda um leiðarvalið í íbúakosningu og auka þannig líkur á sátt um málið. Með slíkri kosningu er tryggð framganga lýðræðis í þessu umdeilda máli.
Þá telur sveitarstjórn rétt að taka frumkvæðið að kosningunni, svo flýta megi sem mest niðurstöðu slíkrar kosningar fremur en bíða þess að íbúar geri það.

Tillagan felld með 7 atkvæðum, 3 kusu með tillögunni (ÞJ, PH, HHÁ), 1 sat hjá (ES).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi beiðni um íbúakosningu um leiðarval frá Fjarðarheiðargögnum frá þar sem sveitarstjórn hefur þegar samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem umrætt leiðarval er tilgreint.

Samþykkt með 8 atkvæðum, 2 sátu hjá (PH, HHÁ), 1 var á móti (ÞJ).

4.Fyrirhuguð lokun bolfiskvinnslu á Seyðisfirði

Málsnúmer 202309098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar frá 11.10.2023 þar sem því er beint til sveitarstjórnar að fela sveitarstjóra að fara þess á leit við Matvælastofnun að afgreiðsla rekstrarleyfisumsóknar vegna fyrirhugaðs laxeldis í Seyðisfirði verði afgreidd. Fram kemur að með þessu verði eytt óvissu en ekki sé verið að taka afstöðu til fiskeldis eða til einstakra atvinnugreina umfram aðrar. Einnig liggur fyrir áskorun frá félögum í VÁ, Félagi um verndun fjarðar þar sem lagst er gegn tillögu heimastjórnar Seyðisfjarðar.

Til máls tóku: Björg Eyþórsdóttir, Jóhann Hjalti Þorsteinsson, Pétur Heimisson, Guðný Lára Guðrúnardóttir, Þröstur Jónsson sem bar upp tillögu, Björg Eyþórsdóttir, Einar Freyr Guðmundsson, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Björn Ingimarsson, Þröstur Jónsson, Pétur Heimisson, Björg Eyþórsdóttir, Eyþór Stefánsson.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
Ekki er að fullu ljóst hver tilgangur beiðni heimastjórnar er. Auk þess hefur einn fulltrúa heimastjórnar Seyðisfjarðar dregið stuðning sinn til baka við bókun heimastjórnar. Því vísar sveitarstjórn málinu aftur til heimastjórnar Seyðisfjarðar svo heimastjórn geti komið með skýrari beiðni til sveitarstjórnar ef vill.

Tillagan felld með 6 atkvæðum (VJ, BE, GLG, ÍKH, EFG, JB), 5 greiddu henni atkvæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu heimastjórnar Seyðisfjarðar, að fela sveitarstjóra að fara þess á leit við Matvælastofnun að niðurstaða fáist við afgreiðslu rekstrarleyfisumsóknar vegna fyrirhugaðs laxeldis í Seyðisfirði. Með þessu verði eytt óvissu en ekki er með þessari ósk verið að taka afstöðu með eða á móti fiskeldi eða verið að leggja áherslu á einstakar atvinnugreinar umfram aðrar. Mikilvægt er þó að vandað verði til verka við afgreiðslu umsóknar.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 2 sátu hjá (EÞ, JHÞ), 3 voru á móti (ÞJ, PH, HHÁ).

Pétur Heimisson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd hans og Helga Hlyns Ásgrímssonar:
Ofangreind samþykkt meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings er ótrúverðug í ljósi þess að sami meirihluti hefur hingað til ekki viljað taka afstöðu með eða á móti laxeldi með þeim rökum að sveitarstjórn hafi ekki aðkomu að skipulagi tengt mögulegu laxeldi í Seyðisfirði. Við treystum því að Matvælastofnun víki hvergi frá því markaða ferli sem á við og fylgja skal við afgreiðslu umsókna um rekstrarleyfi vegna laxeldis. Tímbundnum alvarlegum erfiðleikum í atvinnulífi á Seyðisfirði vegna fyrirhugaðrar lokunar bolfiskvinnslu má ekki mæta með neins konar flýtimeðferð á slíku leyfisveitngaferli. Verði slíkt gert, þá væri það á kostnað annarra hagsmuna sem tekur langan tíma að meta og gæti haft skelfilegar afleiðingar. Dæmi um slíka hagsmuni eru öryggi skipasiglinga og sæfarenda (var ekki afgreitt í haf- og strandsvæðaskipulagi), áhættumat erfðablöndunar sem er í uppnámi eftir fordæmalausan laxaflótta úr kvíum í Patreksfirði og þarf því væntanlega að gera að nýju, forsendur burðarþolsmats vegna laxeldis hafa verið gagnrýndar af Ríkisendurskoðanda sem vekur spurningu um hvort burðarþol þurfi að meta aftur. Við teljum því alla tilburði til að fá flýtimeðferð á afgreiðslu rekstrarleyfis (synjun eða samþykkt) vegna umsóknar Fiskeldis Austfjarða um að hefja laxeldi í Seyðisfirði óeðlilega.

5.Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16.10.2023 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir ferðamannastað við Stuðlagil.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn að í ljósi þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á skipulagstillögunni eftir auglýsingu skuli hún auglýst á nýjan leik skv. 31. gr. sömu laga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ungmennalandsmót UMFÍ 2025

Málsnúmer 202309202Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs frá 03.10.2023 varðandi Unglingalandsmót UMFÍ 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir afgreiðslu byggðaráðs Múlaþings varðandi það að sveitarfélagið verði í samstarfi við UÍA um umsókn um að Unglingalandsmót 2025 verði haldið á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Þresti Jónssyni, dagsettur 15. október 2023, um tillögu um eftirfarandi breytingar á skipan varafulltrúa M listans í nefndum og ráðum:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Úr umhverfis og framkvæmdaráði fari Sveinn Jónsson en í stað hans komi Benedikt Vilhjálmsson Waren sem varafulltrúi.
Úr fjölskylduráði fari Örn Bergmann Jónsson en í stað hans komi Þröstur Jónsson sem varafulltrúi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Aðalskipulagsbreyting, Efnisnáma, Kiðueyri í Grímsá

Málsnúmer 202210120Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.10. 2023, um auglýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna námu á Kiðueyri í landi Ketilsstaða 2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi skipulagstillögu um breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna námu á Kiðueyri í landi Ketilsstaða 2 og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Heimastjórn Borgarfjarðar - 40

Málsnúmer 2310002FVakta málsnúmer

Til máls tók Ívar Karl Ívarsson vegna liðar 3.

Lagt fram til kynningar.

10.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 39

Málsnúmer 2309001FVakta málsnúmer

Til máls tóku Eyþór Stefánsson vegna liðar 6, Jónína Brynjólfsdóttir vegna liðar 6, Ívar Karl Hafliðason vegna liðar 6, Eyþór Stefánsson vegna liðar 6.

Vilhjálmur Jónsson tók við fundarstjórn á meðan Jónína tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

11.Heimastjórn Djúpavogs - 42

Málsnúmer 2309007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 39

Málsnúmer 2310001FVakta málsnúmer

Til máls tók Ívar Karl Hafliðason vegna liðar 5.

Lagt fram til kynningar.

13.Byggðaráð Múlaþings - 94

Málsnúmer 2308019FVakta málsnúmer

Til máls tóku Ívar Karl Hafliðason um lið 7 og 8, Ívar Karl Hafliðason vegna liðar 3, Ívar Karl Hafliðason vegna liðar 3

Lagt fram til kynningar.

14.Byggðaráð Múlaþings - 95

Málsnúmer 2309014FVakta málsnúmer

Til máls tók Ívar Karl Hafliðason vegna liðar 3.

Lagt fram til kynningar.

15.Byggðaráð Múlaþings - 96

Málsnúmer 2309018FVakta málsnúmer

Til máls tók Ívar Karl Hafliðason vegna liðar 7.

Lagt fram til kynningar.

16.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 94

Málsnúmer 2309009FVakta málsnúmer

Til máls tóku Jóhann Hjalti Þorsteinsson vegna liðar 3, Jónína Brynjólfsdóttir vegna liðar 3.

Vilhjálmur Jónsson tók við stjórn fundarins á meðan Jónína tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

17.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 95

18.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 96

Málsnúmer 2309020FVakta málsnúmer

Til máls tóku Jóhann Hjalti Þorsteinsson vegna liðar 11, Jónína Brynjólfsdóttir vegna liðar 11.

Vilhjálmur Jónsson stjórnaði fundi á meðan Jónína tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

19.Fjölskylduráð Múlaþings - 81

Málsnúmer 2309015FVakta málsnúmer

Til máls tók Eyþór Stefánsson vegna liðar 3.

Lagt fram til kynningar.

20.Fjölskylduráð Múlaþings - 82

Málsnúmer 2309022FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Fjölskylduráð Múlaþings - 83

Málsnúmer 2310004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Ungmennaráð Múlaþings - 25

Málsnúmer 2310007FVakta málsnúmer

Til máls tók Einar Freyr Guðmundsson vegna liðar 3.

Lagt fram til kynningar.

23.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?