Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

54. fundur 04. maí 2022 kl. 08:30 - 12:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði
Í upphafi fundar bar formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs upp tillögur að breyttri dagskrá þar sem mál nr. 202203080 og nr. 202204123 yrðu tekin af dagskrá vegna ónægra gagna. Jafnframt var borin upp sú tillaga að máli nr. 202204061 verði bætt við dagskrána. Breytingarnar voru samþykktar samhljóða og uppfærðist röð fundarmála samkvæmt því.

1.Vindorka í Múlaþingi

Málsnúmer 202111136Vakta málsnúmer

Sérfræðingar frá Eflu tengjast inn á fundinn og kynna drög að niðurstöðu greiningu vindorkukosta í Múlaþingi.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Að aflokinni kynningu og umræðu var ákveðið að fela EFLU að uppfæra drögin í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju á næsta fundi þess.

Málið er í vinnslu.

Gestir

  • Sigmar Metúsalemsson - mæting: 10:00
  • Kristinn Arnar Ormsson - mæting: 10:00
  • Hrafnhildur Brynjólfsdóttir - mæting: 10:00
  • Einar Andrésson - mæting: 10:00
  • Árni Veigar Thorarensen - mæting: 10:00

2.Verndarsvæði í byggð, Egilsstaðir

Málsnúmer 202011161Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um næstu skref verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til nýrrar sveitarstjórnar sem kjörin verður í komandi kosningum að taka afstöðu til verndarsvæða í byggð í sveitarfélaginu.
Á Djúpavogi er í gildi verndarsvæði en samkvæmt lögum ber sveitarstjórn að taka afstöðu til endurskoðunar skilmála slíkra svæða eftir hverjar reglulegar sveitarstjórnarkosningar.
Á Egilsstöðum hefur tillaga að verndarsvæði verið auglýst og fram hafa komið athugasemdir sem taka þarf afstöðu til ásamt því að taka ákvörðun um framhald verkefnisins.
Á Seyðisfirði hefur verið unnið að tillögu um verndarsvæði í byggð og beinir ráðið því til nýrrar sveitarstjórnar að taka afstöðu um framhald þeirrar vinnu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Oddný Björk Daníelsdóttir (D-lista) lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég hvet komandi sveitarstjórn að þegar farið verði í að endurskoða Verndasvæði í byggð í öllu Múlaþingi, að halda ekki áfram með slík verkefni, né taka upp ný verkefni, nema að skýr skilaboð komi frá íbúum um vilja um verkefnið Verndarsvæði í byggð.

3.Lóðaleigusamningur og Samþykkt um úthlutun lóða, endurskoðun

Málsnúmer 202101229Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja að nýju drög að breytingu á samþykkt um úthlutun lóða í Múlaþingi ásamt drögum að breytingu á grunnleigusamningi um byggingarlóðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum á samþykkt um úthlutun lóða í Múlaþingi (sem fái heitið reglur um úthlutun lóða í Múlaþingi) og breytingum á grunnleigusamningi um byggingarlóðir. Ráðið vísar breytingunum til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Reglur Múlaþings um garðslátt 2022

Málsnúmer 202204061Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að reglum um garðslátt fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja í Múlaþingi sumarið 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um garðslátt í Múlaþingi fyrir árið 2022 og vísar málinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Húsnæðismál Tónlistarskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 202111078Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi dagsett 19. apríl 2022, frá skólastjórum Tónlistarskólans á Egilsstöðum og Egilsstaðaskóla varðandi húsnæðismál skólanna og Frístundar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2023-2026.

Samþykkt samhljóða með handauppréttngu.

6.Innsent erindi, Verndarsvæði í byggð á Djúpavogi

Málsnúmer 202204241Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá fasteignaeigendum að Dölum og Bjargi á Djúpavogi þar sem þeir segja sig úr þátttöku í verkefninu Verndarsvæði í byggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa erindinu til nýrrar sveitarstjórnar til umfjöllunar með vísan til afgreiðslu ráðsins undir lið 2.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Aðalskipulagsbreyting, Borgarfjörður, þéttbýli og efnisnáma í Fjarðará

Málsnúmer 202201080Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir sem bárust við skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps vegna breytinga í þéttbýli og við efnisnámu í Fjarðará. Lýsingin var kynnt almenningi frá 17. mars til 31. mars 2022 og bárust engar athugasemdir.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur jafnframt vinnslutillaga aðalskipulagbreytingarinnar, dags. 2. maí 2022.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, íþróttasvæði

Málsnúmer 202109040Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga dags. 3. maí 2022 fyrir fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna nýs íþróttasvæðis á Egilsstöðum.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Hannes Karl Hilmarsson (M-lista) lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður ítrekar andstöðu sína við fyrirhugaðar framkvæmdir nýs íþróttasvæði á þeim stað sem hefur verið valin. Ég tel þetta verði of dýrt með þeim breytingum og bútasaum sem þarf til að koma þessu fyrir þar. Ég tel að það ætti að forgangsraða fjármunum í önnur verkefni sem liggur meira á í að bregðast við ástandi í innviðum sveitarfélagsins, til dæmis skólamannvirki þar sem þörfin víða er gríðarleg.

9.Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu vinnslutillögu rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem fram fór á tímabilinu 7. til 28. apríl 2022.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir umsagnir og athugasemdir sem borist hafa og samþykkir að vísa þeim til ráðgjafa til frekari úrvinnslu og óskar eftir að fá yfirlit yfir athugasemdir og tillögur að því hvernig lagt er til að brugðist verði við athugasemdum og umsögnum.

Málið áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Deiliskipulag, Hákonarstaðir á Jökuldal

Málsnúmer 202111209Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu vinnslutillögu nýs deiliskipulags í landi Hákonarstaða sem fram fór á tímabilinu 7. til 28. apríl 2022.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir umsagnir og athugasemdir sem borist hafa og samþykkir að vísa þeim til ráðgjafa til frekari úrvinnslu og óskar eftir að fá yfirlit yfir athugasemdir og tillögur að því hvernig lagt er til að brugðist verði við athugasemdum og umsögnum.

Málið áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Deiliskipulag, Jökuldalur, Klaustursel

Málsnúmer 202111169Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu vinnslutillögu nýs deiliskipulags í landi Klaustursels sem fram fór á tímabilinu 7. til 28. apríl 2022.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir umsagnir og athugasemdir sem borist hafa og samþykkir að vísa þeim til ráðgjafa til frekari úrvinnslu og óskar eftir að fá yfirlit yfir athugasemdir og tillögur að því hvernig lagt er til að brugðist verði við athugasemdum og umsögnum.

Málið áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Deiliskipulagsbreyting, Grund á Jökuldal

Málsnúmer 202111210Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu vinnslutillögu vegna breytinga á deiliskipulag við Grund á Jökuldal sem fram fór á tímabilinu 7. til 28. apríl 2022.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir umsagnir og athugasemdir sem borist hafa og samþykkir að vísa þeim til ráðgjafa til frekari úrvinnslu og óskar eftir að fá yfirlit yfir athugasemdir og tillögur að því hvernig lagt er til að brugðist verði við athugasemdum og umsögnum.

Málið áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Deiliskipulag, Valgerðarstaðir

Málsnúmer 202102240Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga dags. 2. maí 2022 vegna nýs deiliskipulags fyrir athafna- og iðnaðarlóðir við Valgerðarstaði í Fellabæ.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur jafnframt framkvæmda- og umhverfismálastjóra að hefja viðræður við RARIK um skilgreiningu fyrirhugaðs athafnasvæðis sem þéttbýlis með tilliti til raforkukostnaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Húsnæði fyrir eldri borgara á Egilsstöðum

Málsnúmer 202106184Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá starfshópi innan félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði um byggingu íbúða fyrir aldraða á svæðinu. Hópurinn óskar eftir afstöðu ráðsins til þess að meðfylgjandi breytingartillögur verði gerðar á skipulagsskilmálum gildandi deiliskipulags fyrir lóð að Miðvangi 8 á Egilsstöðum vegna mögulegra byggingaráforma hópsins. Fram kemur í erindi að hópurinn hafi verið í viðræðum við MVA ehf. um verkefnið.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og telur mikilvægt að frekari hönnun og útfærsla liggi fyrir áður en ráðist verður í breytingar á skipulagsskilmálum. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að hefja viðræður við MVA ehf. um mögulegt samkomulag um lóðina á grundvelli Straums-verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um landskipti, aðveitustöð Rarik við Grímsárvirkjun

Málsnúmer 202204246Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um landskipti þar sem stofna á lóð undir aðveitustöð Rarik við Grímsársvirkjun (L157455).
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um landskipti, Arnórsstaðir 1 og 2, vegsvæði

Málsnúmer 202202074Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Vegagerðinni um stofnun landspildu úr landi Arnórsstaða 1 og 2 (L156889) undir vegsvæði.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Fundagerðir Náttúrustofa Austurlands 2022

Málsnúmer 202204236Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Austurlands frá 1. og 2. fundi ársins 2022 lagðar fram til kynningar.

18.Ársreikningar og skýrslur Náttúrustofu Austurlands

Málsnúmer 202104307Vakta málsnúmer

Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands fyrir árið 2021 lögð fram til kynningar.

19.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál.

Málsnúmer 202204256Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. maí 2022.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?