Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

21. fundur 11. apríl 2022 kl. 13:00 - 15:20 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Ósk um umsögn, matsáætlun Geitdalsárvirkjunar

Málsnúmer 202203079Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Fljótsdalshéraðs liggur umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun vegna matsáætlunar fyrir Geitdalsárvirkjun.

Heimastjórn fagnar því að framkvæmdaaðili skuli láta gera umhverfismat þó þess þurfi ekki miðað við stærð virkjunarinnar og vísar í því sambandi til samþykktar náttúruverndarnefndar Fljótsdalshéraðs frá 13.8.2019 þar sem hvatt var til þess að umhverfismat yrði gert.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir umsögn vegna matsáætlunar fyrir Geitdalsárvirkjun. Heimastjórn felur skipulagsfulltrúa að senda umsögnina til Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Vegagerð Jökuldalsvegur 923 Gilsá - Arnórsstaðir, breyting á veglínu

Málsnúmer 202202016Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sigvalda H. Ragnarssyni og Stefáni Ólasyni, dagsett 1.2. 2022, vegna fyrirhugaðrar veglínu um bæjarhlað Arnórsstaða. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs vísaði málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar á fundi sínum 7. febrúar 2022.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.3. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila Vegagerðinni að gera umbeðnar breytingar á veglínunni við bæjarhól á Arnórsstöðum samkvæmt meðfylgjandi gögnum og með vísan til umsagnar Minjastofnunar Íslands. Við framkvæmdina verði haft náið samráði við Minjastofnun vegna vinnu á þessum kafla og tekið tillit til umsagnar stofnunarinnar. Ráðið telur að umbeðin breyting rúmist innan þeirra heimilda sem núgildandi framkvæmdaleyfi veitir.
Málinu, hvað varðar túlkun á áður útgefnu framkvæmdaleyfi, er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Fjósakambur 4, Hallormsstað

Málsnúmer 202202150Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Fljótsdalshéraðs liggur umsókn um byggingaráform við Fjósakamb 4 (L157501) á Hallormsstað. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en í gildandi deiliskipulagi af svæðinu er ekki gert ráð fyrir byggingu bílskúrs.
Umhverfis- og framkvæmdaráð bókaði á fundi sínum 2. mars 2022 að áformin yrðu grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var fyrir eigendum Fjósakambs 2, 5 og 6. Athugasemdafrestur rann út þann 4. apríl síðastliðinn án athugasemda. Fyrir heimastjórn liggur að staðfesta að grenndarkynningu sé lokið án athugasemda.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir að grenndarkynningu sé lokið án athugasemda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn liggur að veita umsögn um vinnslutillagu fyrir rammahluta aðalskipulag Fljótsdalshéraðs vegna uppbyggingar við Stuðlagil.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs fagnar að gerður verði rammahluti aðalskipulags Fljótsdalshéraðs sem verði grundvöllur uppbyggingar áfangastaðar við Stuðlagil. Það er mat heimastjórnar að vel sé tekið á áskorunum og viðfangsefnum uppbyggingar á svæðinu í vinnslutillögunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Votihvammur

Málsnúmer 202106148Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu á vinnslutillögu deiliskipulagsbreytinga í Votahvammi á Egilsstöðum. Tillagan var kynnt frá 10. - 25. febrúar 2022. Jafnframt er lögð fram tillaga til auglýsingar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 6.4. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Votahvamm á Egilsstöðum verði auglýst í samræmi við ákvæði 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 41. gr skipuagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulagsbreyting, Selbrún, Fellabær

Málsnúmer 202111233Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnslutillaga vegna breytinga á deiliskipulagi við Selbrún í Fellabæ.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 6.4. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga fyrir breytingu á deiliskipulagi fyrir Selbrún í Fellabæ verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulaginu sbr. 43. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Deiliskipulag Norðvestursvæði Egilsstaða breyting Miðvangur 13

Málsnúmer 202109062Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga til auglýsingar vegna breytinga á deiliskipulagi norðvestur svæðis á Egilsstöðum, vegna breytinga á lóðamörkum við Miðvang 13.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 6.4. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Norðvestursvæði á Egilsstöðum verði auglýst í samræmi við ákvæði 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um landskipti, Þrándarstaðir I

Málsnúmer 202203169Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn dagsett 22. mars 2022 um stofnun lóðar úr landi Þrándarstaða 2 (L158106).

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 6.4. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um landskipti, Heiðarsel 1

Málsnúmer 202203171Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um stofnun lóðar úr landi Heiðarsels (L157153) sem fái heitið Heiðarsel 1.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhveris- og framkvæmdaráðs 6.4. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs stafestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Deiliskipulag, Jökuldalur, Klaustursel

Málsnúmer 202111169Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnslutillaga vegna nýs deiliskipulags í landi Klaustursels á Jökuldal.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.3. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að gert verði deiliskipulag sbr. 38. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Flug milli Egilsstaða og Reykjavíkur

Málsnúmer 202203085Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, þar sem svarað er spurningum heimastjórnar um flug milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Í svarinu kemur m.a. fram að fljótlega megi reikna megi með auknu og stöðugra sætaframboði.
Málið var áður á dagskrá heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 24.3. 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar fyrir þær greinargóðar skýringar sem fram koma í tölvupósti forstjóra Icelandair.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 15:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?