Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

102. fundur 04. desember 2023 kl. 08:30 - 10:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Einar Tómas Björnsson varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri umhverfismála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Staðgengill hafnarstjóra, Gauti Jóhannesson, sat fundinn undir liðum nr. 1-3.
Skipulagsfulltrúi, Sigurður Jónsson, sat fundinn undir liðum nr. 6-9.

1.Málefni hafna í Múlaþingi

Málsnúmer 202111134Vakta málsnúmer

Staðgengill hafnarstjóra fór yfir stöðu vinnu við gerðar nýrrar hafnarreglugerðar Múlaþings og íbúakönnun vegna komu skemmtiferðarskipa.

Lagt fram til kynningar.

2.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2023

Málsnúmer 202301207Vakta málsnúmer

Fundargerðir frá fundum Hafnasambands Íslands nr. 457 og 458 lagðar fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

3.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202309111Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að gjaldskrá fyrir hafnir Múlaþings 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

4.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202309111Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að gjaldskrá fyrir þjónustumiðstöðvar Múlaþings 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

5.Húsnæðisáætlun Múlaþings 2024

Málsnúmer 202308176Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að endurskoðaðri 10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að húsnæðisáætlun Múlaþings til umsagnar hjá heimastjórnum.

Samþykkt samhljóða.

6.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Lögð eru fram drög að skipulags- og matslýsingu Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045. Jafnframt liggur fyrir að ræða ferli við skráningu vega og flokkun landbúnaðarlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulags- og matslýsingu nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 og vísar því til sveitarstjórnar að hún verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt felur ráðið varaformanni ráðsins (ÞB) að taka að sér hlutverk um samráð og upplýsingaöflun við skráningu vega í náttúru Íslands og flokkun landbúnaðarlands.

Samþykkt samhljóða.

7.Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199Vakta málsnúmer

Endurauglýsingu rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna ferðamannastaðar við Stuðlagil lauk þann 1. desember sl. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um umsagnir og athugasemdir sem bárust við skipulagstillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór ítarlega yfir þær athugasemdir og umsagnir sem borist hafa við auglýsingu tillögunnar auk þess sem farið var yfir athugasemdir við fyrri auglýsingu. Ráðið telur afar mikilvægt að breið sátt sé um rammahluta aðalskipulags meðal landeigenda á svæðinu sem hafa mest um það að segja hvernig til tekst við uppbyggingu Stuðlagils sem ferðamannastaðar. Tillagan var auglýst að nýju vegna þess að verulegar breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni frá því á vinnslustigi og í lokauglýsingu voru gerðar nokkrar breytingar að auki. Allir landeigendur sendu inn athugasemdir við seinni auglýsingu tillögunnar. Ráðið telur að búið sé að ná eins mikilli sátt um rammahluta aðalskipulags og hægt er með þessari tillögu en ítrekar að það er forsenda þess að vel takist til við uppbyggingu svæðisins. Á meðan á framkvæmdum á svæðinu stendur má alltaf gera ráð fyrir að svæðið verði ófrágengið um tíma og það taki líka einhvern tíma að ná upp gróðurþekju með staðgróðri á röskuðum svæðum. Aðalatriði er að vanda til verka til framtíðar um uppbygginguna.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögnum um athugasemdir sem bárust frá landeigendum í Klausturseli, Grund og að Hákonarstöðum og felur skipulagsfulltrúa að koma þeim á framfæri.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu að rammahluta aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir Stuðlagil og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

8.Innsent erindi, endurskoðun á reglum um gistirekstur í Múlaþingi

Málsnúmer 202312002Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi, dags. 27. nóvember 2023, frá eiganda tveggja frístundalóða, Ásgötu 13 og 15, í landi Unalækjar . Óskað er eftir því að sveitarfélagið endurskoði reglur um gististaði í Múlaþingi sem samþykktar voru í maí sl., einkum þá kröfu að rekstur í flokki II sé ekki heimilaður í frístundabyggðum nema gert sé ráð fyrir því í aðalskipulagi sveitarfélagsins og deiliskipulagi viðkomandi svæðis. Að öðrum kosti er óskað eftir heimild til að leggja fram breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirhuguð áform.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gert verði ráð fyrir breytingu á skilmálum þessara tveggja lóða við Ásgötu 13 og 15 í fyrirliggjandi vinnslutillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi Unalækjar á Völlum sem fjallað er um undir lið 9 á dagskrá.

Samþykkt samhljóða.

9.Deiliskipulagsbreyting, Unalækur á Völlum

Málsnúmer 202309037Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Unalækjar á Völlum þar sem meðal annars á að fjölga frístundalóðum um 15, fella út tjaldsvæði og fótboltavöll og gera breytingar á gatna- og göngustígakerfi. Starfsmenn hafa fundað með málsaðila í samræmi við bókun ráðsins frá 98. fundi og úrlausnarefni rædd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

10.Umsagnarbeiðni,509.mál, húsnæðisstefna fyrir árin 2024 - 2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024 - 2028

Málsnúmer 202311289Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni frá innviðaráðherra um tillögu til þingsályktunar um húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun. Frestur er til 11. desember 2023.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?