Fara í efni

Hafnargarðurinn Seyðisfirði

Málsnúmer 202411081

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 51. fundur - 06.12.2024

Inn á fundinn undir þessum lið kom Aðalheiður Borgþórsdóttir atvinnu- og menningarmálastjóri og fór yfir forsögu og stöðu hafnargarðsins. Skoða þarf og móta starfsemi og utanumhald garðsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar Aðalheiði Borgþórsdóttir atvinnu- og menningarmálastjóra fyrir góða yfirferð. Í ljósi vaxandi áhuga fyrir stöðuleyfum fyrir starfsemi í hafnargarðinum er ljóst að skipuleggja þarf og móta stefnu um tímabundna starfsemi sem og að finna út hver sér um utanumhald. Máli verður aftur til umfjöllunar á næsta fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar. Starfsmanni falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 12:00

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 53. fundur - 06.02.2025

Fyrir heimastjórn liggur áframhaldandi vinna við mótun Hafnargarðsins og verklag.

Í vinnslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 55. fundur - 03.04.2025

Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Eggert Már Sigtryggsson þjónustufulltrúi á umhverfis-og framkvæmdasviði og kynnti mál er tengjast stöðuleyfum á Hafnargarði/skúlptúrgarði og fyrirkomulagi því tengdu.
Heimastjórn þakkar Eggerti Má fyrir góðar upplýsingar og yfirferð.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Eggert Már Sigtryggsson - mæting: 10:00
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd