Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

141. fundur 24. febrúar 2025 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Málefni hafna í Múlaþingi

Málsnúmer 202111134Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri, fráfarandi hafnarstjóri, staðgengill hafnarstjóra og hafnarvörður sitja fundinn undir þessum lið.
Farið yfir stöðu verkefna og fyrirhugaðar framkvæmdir hjá höfnum Múlaþings.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Björn Ingimarsson, fráfarandi hafnarstjóri - mæting: 08:30
  • Eiður Ragnarsson, staðgengill hafnarstjóra - mæting: 08:30
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir, hafnarstjóri - mæting: 08:30
  • Rúnar Gunnarsson, hafnarvörður - mæting: 08:30

2.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2025

Málsnúmer 202502036Vakta málsnúmer

Fundargerðir frá 468. og 469. fundum Hafnasambands Íslands lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

3.Málefni Slökkviliðs Múlaþings

Málsnúmer 202209242Vakta málsnúmer

Varaslökkviliðsstjóri og starfsmaður eldvarnareftirlits sitja fundinn undir þessum lið.
Farið yfir samantekt á verkefnum síðast liðins árs, stöðu við gerð stafrænnar brunavarnaráætlunar og skoðunaráætlun fyrir árið 2025.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri
  • Ingvar Birkir Einarsson, varaslökkviliðsstjóri
  • Guðmundur Bj. Hafþórsson, eldvarnareftirlitsmaður

4.Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnistaka, Fljótsbakki

Málsnúmer 202309187Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá landeiganda vegna efnistöku í landi Fljótsbakka. Gert er ráð fyrir að unnir verði 10.000 m3 á ári, næstu 3 árin, á 1,5ha svæði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrirhuguð áform eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem svæðið er tilgreint sem E180. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

5.Umsókn um landskipti, Desjamýri 2

Málsnúmer 202502152Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur merkjalýsing ásamt umsókn um að skipta upp jörðinni Desjamýri (L157234) í tvo hluta, annars vegar ræktunarland og byggingar og hinsvegar afrétt. Heiti nýrrar landeignar verður Desjamýri 2.
Málið er áfram í vinnslu.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

6.Umsókn um landskipti, Grófargerði vegsvæði

Málsnúmer 202502151Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur merkjalýsing ásamt umsókn um skráningu nýrrar fasteignar í landeignaskrá. Um er að ræða vegsvæði beggja vegna Skriðdals- og Breiðdalsvegur í landi Grófargerðis (L157485). Heiti nýrrar landeignar verður Grófargerði vegsvæði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

7.Umsókn um landskipti, Mýnes

Málsnúmer 202502150Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur merkjalýsing ásamt umsókn um skráningu 4 nýrra landa í fasteignaskrá úr Mýnesi (L158098). Nýjar fasteignir fá staðföngin Mýnes 2, Hádegisholt 1, Hádegisholt 2 og Hádegisholt 3.
Málið er áfram í vinnslu.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

8.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Fossárdalur, Fossárdalur 2 og Hrafnagil

Málsnúmer 202502136Vakta málsnúmer

Við upphaf máls vakti Eiður Gísli Guðmundsson máls á mögulegu vanhæfi sínu vegna fjölskyldutengsla við málsaðila. Formaður bar tillögu þess efnis upp til atkvæðagreiðslu sem var samþykkt samhljóða. Eiður Gísli vék af fundi undir umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur merkjalýsing ásamt umsókn um skráningu 3 nýrra landa í fasteignaskrá úr Eyjólfsstöðum (L159104). Nýjar fasteignir fá staðföngin Fossárdalur, Fossárdalur 2 og Hrafnagil.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

9.Umsókn um landskipti, Búlandseyrar

Málsnúmer 202502166Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur merkjalýsing ásamt umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá úr landi Teigarhorns (L159139). Ný fasteign fær staðfangið Búlandseyrar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

10.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2025

Málsnúmer 202502155Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð frá 183. fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi umræðu um lið 5 í fyrirliggjandi fundargerð vill umhverfis- og framkvæmdaráð hvetja fjölskylduráð til að taka til skoðunar ferla er varða meðferð matvæla í stofnunum sveitarfélagsins.

Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

11.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að vinnslutillögu nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 ásamt fylgigögnum.
Málið er áfram í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd