Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnistaka, Fljótsbakki

Málsnúmer 202309187

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 96. fundur - 02.10.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í landi Fljótsbakka. Fyrirhuguð áform fela í sér vinnslu á allt að 30.000 rúmmetrum á næstu 3 árum í tengslum við uppbyggingu frístundasvæðis á Eiðum. Áformin eru ekki í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirhugað efnistökusvæði verði fært inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 í samræmi við óskir málsaðila og unnin með þeirri breytingu sem í gangi er vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar í landi Eiða.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 141. fundur - 24.02.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá landeiganda vegna efnistöku í landi Fljótsbakka. Gert er ráð fyrir að unnir verði 10.000 m3 á ári, næstu 3 árin, á 1,5ha svæði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrirhuguð áform eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem svæðið er tilgreint sem E180. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd