Fara í efni

Umsókn um landskipti, Desjamýri 2

Málsnúmer 202502152

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 141. fundur - 24.02.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur merkjalýsing ásamt umsókn um að skipta upp jörðinni Desjamýri (L157234) í tvo hluta, annars vegar ræktunarland og byggingar og hinsvegar afrétt. Heiti nýrrar landeignar verður Desjamýri 2.
Málið er áfram í vinnslu.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 144. fundur - 17.03.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Tekin er fyrir að nýju umsókn um að skipta upp jörðinni Desjamýri (L157234) í tvo hluta, annars vegar ræktunarland og byggingar og hins vegar afrétt. Heiti nýrrar landeignar verður Desjamýri 2. Jafnframt liggur nú fyrir viljayfirlýsing milli landeiganda og ábúanda þar sem staðfest er að gengið verði frá gagnkvæmum forkaupsrétti milli Desjarmýrar 1 og 2 og að gerður verði leigusamningur um afréttinn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd