Þjónustufulltrúi á umhverfis- og framkvæmdasviði situr fundinn undir þessum lið.
Lagðar eru fyrir að nýju drög að reglum um leyfisveitingar Múlaþings í tengslum við útgáfu stöðuleyfa lausafjármuna (áður reglur um matar- og söluvagna). Reglurnar hafa tekið þónokkrum breytingum, bæði hvað varðar heiti þeirra og innihald, sem eru tilkomnar vegna áherslubreytinga m.a. með vísan í viðeigandi lög og reglugerðir.
Markmið reglanna eins og þær liggja fyrir nú er að skerpa á afgreiðsluferli í tengslum við staðsetningu lausafjármuna á umráðalandi sveitarfélagsins.
Jafnframt liggja fyrir umsagnir heimastjórna við fyrstu drög reglanna.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að reglum til umsagna hjá heimastjórnum. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar þær liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða.