Fara í efni

Reglur um matar- og söluvagna í Múlaþingi

Málsnúmer 202501241

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 139. fundur - 03.02.2025

Þjónustufulltrúi á umhverfis- og framkvæmdasviði situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að reglum um matar- og söluvagna í Múlaþingi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að reglum til umsagna hjá heimastjórnum. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar þær liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Eggert Már Sigtryggsson

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 53. fundur - 06.02.2025

Fyrir liggja drög að reglum um matar- og söluvagna í Múlaþingi.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 3.2.2025 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að reglum til umsagna hjá heimastjórnum. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar þær liggja fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar fagnar þeirri vinnu sem fram hefur farið um reglur um matar- og söluvagna í Múlaþingi og gerir enga athugasemd við fyrirliggjandi drög að reglum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 55. fundur - 06.02.2025

Fyrir liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 3. febrúar 2025 um drög að reglum um matar- og söluvagna í Múlaþingi.
Heimastjórn Borgarfjarðar gerir ekki athugasemdir við drögin.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 55. fundur - 06.02.2025

Fyrir liggja drög að reglum um matar- og söluvagna í Múlaþingi.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 3.2.2025 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að reglum til umsagna hjá heimastjórnum. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar þær liggja fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að aðkoma heimastjórna að afgreiðslu umsókna í 3. grein reglnanna verði tekin til endurskoðunar með hliðsjón af markmiðum um einfalda og skilvirka stjórnsýslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 57. fundur - 07.02.2025

Fyrir liggja drög að reglum um matar- og söluvagna í Múlaþingi.

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi drögum að reglum til umsagna hjá heimastjórnum.
Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við framkomnar reglur um matar- og söluvagna í Múlaþingi. Mikilvægt sé þó að skipulag taki á fjölda matar- og söluvagna í þéttbýlinu.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 140. fundur - 17.02.2025

Þjónustufulltrúi á umhverfis- og framkvæmdasviði situr fundinn undir þessum lið.
Lagðar eru fyrir að nýju drög að reglum um leyfisveitingar Múlaþings í tengslum við útgáfu stöðuleyfa lausafjármuna (áður reglur um matar- og söluvagna). Reglurnar hafa tekið þónokkrum breytingum, bæði hvað varðar heiti þeirra og innihald, sem eru tilkomnar vegna áherslubreytinga m.a. með vísan í viðeigandi lög og reglugerðir.
Markmið reglanna eins og þær liggja fyrir nú er að skerpa á afgreiðsluferli í tengslum við staðsetningu lausafjármuna á umráðalandi sveitarfélagsins.
Jafnframt liggja fyrir umsagnir heimastjórna við fyrstu drög reglanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum og vísar þeim til byggðaráðs til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Eggert Már Sigtryggsson

Byggðaráð Múlaþings - 144. fundur - 25.02.2025

Fyrir liggja drög að reglum um leyfisveitingar Múlaþings, sem umráðanda lands, í tengslum við útgáfu stöðuleyfa lausafjármuna.
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um leyfisveitingar Múlaþings sem umráðanda lands og felur starfsmanni umhverfis- og framkvæmdasviðs að koma þeim í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 09:20
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd