Fara í efni

Auglýsing um umferð í Múlaþingi

Málsnúmer 202102223

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 15. fundur - 03.03.2021

Auglýsing um umferð í Múlaþingi Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til auglýsingar um umferð í Múlaþingi.

Frestað.

Heimastjórn Djúpavogs - 12. fundur - 03.05.2021

Starfmanni falið að forvinna tillögur að umferðarsamþykkt fyrir Djúpavog í samráði við íbúa og leggja fyrir næsta fund Heimastjórnar

Heimastjórn Borgarfjarðar - 9. fundur - 03.05.2021

Fyrir lá beiðni til heimastjórnar um að hún myndi koma áleiðis ábendingum um umferð í Borgarfirði vegna auglýsingar um umferð í Múlaþingi.

Starfsmanni heimastjórnar falið að gera það sem þarf.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 11. fundur - 31.05.2021

Við athugun kom í ljós að inn í listann yfir götur með 40 km hámarkshraða vantar Hafnargötuna. Heimastjórn ítrekar áður framkomnar tillögur um tvær vistgötur á Seyðisfirði, hluti Suðurgötu og Norðurgötu.

Heimastjórn Djúpavogs - 17. fundur - 01.09.2021

Farið yfir umferðarsamþykkt fyrir Djúpavog.

Starfmanni heimastjórnar falið að vinna áfram með umferðarsamþykkt og leggja fyrir næsta fund heimastjórnar.

Heimastjórn Djúpavogs - 22. fundur - 13.01.2022

Drög að umferðarsamþykkt fyrir Djúpavog, drög lögð fram til kynningar. Starfsmanni falið að senda drögin til umhverfis og framkvæmdasviðs til frekari úrvinnslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?