Fara í efni

Auglýsing um umferð í Múlaþingi

Málsnúmer 202102223

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 15. fundur - 03.03.2021

Auglýsing um umferð í Múlaþingi Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til auglýsingar um umferð í Múlaþingi.

Frestað.

Heimastjórn Djúpavogs - 12. fundur - 03.05.2021

Starfmanni falið að forvinna tillögur að umferðarsamþykkt fyrir Djúpavog í samráði við íbúa og leggja fyrir næsta fund Heimastjórnar

Heimastjórn Borgarfjarðar - 9. fundur - 03.05.2021

Fyrir lá beiðni til heimastjórnar um að hún myndi koma áleiðis ábendingum um umferð í Borgarfirði vegna auglýsingar um umferð í Múlaþingi.

Starfsmanni heimastjórnar falið að gera það sem þarf.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 11. fundur - 31.05.2021

Við athugun kom í ljós að inn í listann yfir götur með 40 km hámarkshraða vantar Hafnargötuna. Heimastjórn ítrekar áður framkomnar tillögur um tvær vistgötur á Seyðisfirði, hluti Suðurgötu og Norðurgötu.

Heimastjórn Djúpavogs - 17. fundur - 01.09.2021

Farið yfir umferðarsamþykkt fyrir Djúpavog.

Starfmanni heimastjórnar falið að vinna áfram með umferðarsamþykkt og leggja fyrir næsta fund heimastjórnar.

Heimastjórn Djúpavogs - 22. fundur - 13.01.2022

Drög að umferðarsamþykkt fyrir Djúpavog, drög lögð fram til kynningar. Starfsmanni falið að senda drögin til umhverfis og framkvæmdasviðs til frekari úrvinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 138. fundur - 20.01.2025

Fyrir liggur minnisblað um hámarkshraða í 4 þéttbýliskjörnum í Múlaþingi ásamt tillögum að breytingum á honum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn frá heimastjórnum sveitarfélagsins um fyrirliggjandi tillögur og felur jafnframt framkvæmda- og umhverfismálastjóra að bera þær undir Vegagerðina.
Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 53. fundur - 06.02.2025



Fyrir fundinum liggur minnisblað og bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 13. janúar um tillögur að hámarkshraða í þéttbýliskjörnum Múlaþings ásamt breytingum á honum. Óskar ráðið eftir umsögnum frá heimastjórnum sveitarfélagsins um fyrirliggjandi tillögur. Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis- og framkvæmdarstóri situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykktir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi tillögur í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 09:40

Heimastjórn Borgarfjarðar - 55. fundur - 06.02.2025

Fyrir liggur minnisblað frá umhverfis- og framkvæmdasviði um hámarkshraða í fjórum þéttbýliskjörnum í Múlaþingi ásamt tillögum að breytingum á honum.

Heimastjórn Borgarfjarðar leggur til að hámarkshraði innan þéttbýlis Borgarfjarðar verði alls staðar 30 km/klst. Enn fremur verði hugað að umferðarhraða við aðkomu að þorpinu við Geitland.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 11:00

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 55. fundur - 06.02.2025

Fyrir liggur minnisblað frá umhverfis- og framkvæmdasviði um hámarkshraða í fjórum þéttbýliskjörnum í Múlaþingi ásamt tillögum að breytingum á honum.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 20.1.2025 var bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn frá heimastjórnum sveitarfélagsins um fyrirliggjandi tillögur og felur jafnframt framkvæmda- og umhverfismálastjóra að bera þær undir Vegagerðina.

Á fundinn undir þessum lið mætir Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur almennt undir og styður tillögur um hámarkshraða í þéttbýli en leggur til að skoðaðar verði betur tillögur um hraða á stofn- og aðalbrautum að þéttbýli með hliðsjón af áhrifum á greiðar samgöngur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 57. fundur - 07.02.2025

Fyrir liggur minnisblað um hámarkshraða í 4 þéttbýliskjörnum í Múlaþingi ásamt tillögum að breytingum á honum.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 20.1.2025 var bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn frá heimastjórnum sveitarfélagsins um fyrirliggjandi tillögur og felur jafnframt framkvæmda- og umhverfismálastjóra að bera þær undir Vegagerðina.
Heimastjórn líst vel á tillögur um hraða innanbæjar á Djúpavogi, um 40km hraða á stofngötum og 30 á íbúðagötum, en leggur til að Markaland, Bakki og Mörk verði einnig með 30 í hámarki. Einnig þarf að skoða hraðatakmarkandi aðgerðir á Búlandi ásamt því að setja hraða við Grunnskólann niður í 20.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 140. fundur - 17.02.2025

Fyrir liggja umsagnir heimastjórna Múlaþings um fyrirliggjandi tillögur að breytingum á hámarkshraða í þéttbýliskjörnum. Verkefnið er hluti af Auglýsingu um umferð í Múlaþingi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir ábendingar sem koma fram í umsögnum heimastjórna og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna áfram að auglýsingunni í samráði við Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd