Fara í efni

Miðbær á Egilsstöðum, uppbygging

Málsnúmer 202308120

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 92. fundur - 28.08.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað starfsmanna varðandi stöðu mála við uppbyggingu miðbæjar á Egilsstöðum.

Máli frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 124. fundur - 26.08.2024

Fyrir liggur minnisblað í tengslum við uppbyggingu Miðbæjar á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela byggðaráði að kynna verkefnið og auglýsa eftir áhugasömum aðilum um uppbyggingu á tilgreindum lóðum.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 127. fundur - 03.09.2024

Fyrir liggur bókun fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 26.08.2024, varðandi uppbyggingu Miðbæjar á Egilsstöðum. Inn á fundinn tengdust undir þessum lið Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings, Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings, og Sóley Valdimarsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að farið verði í að kynna verkefnið, Miðbær á Egilsstöðum, og að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum um uppbyggingu á tilgreindum lóðum. Sveitarstjóra, ásamt forseta sveitarstjórnar og formanni byggðaráðs, falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir, Hugrún Hjálmarsdóttir og Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 09:00
Getum við bætt efni þessarar síðu?