Fara í efni

Umferðamerkingar á Hringvegi við Selbrekku

Málsnúmer 202408091

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 124. fundur - 26.08.2024

Að beiðni áheyrnarfulltrúa í ráðinu (HKH) er lögð fram eftirfarandi tillaga varðandi umferðaröryggi:
"Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fara fram á það við Vegagerðina að færa þéttbýlismerki á Fagradalsbraut ofan Selbrekku a.m.k. á staðinn þar sem umferðarmerki um takmörkun við sjötíu kílómetra hraða er nú staðsett og það umferðamerki verði fært nær Hálslæk."

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að taka málið upp við Vegagerðina. Á þeim fundi verði einnig tekin umræða um allar aðkomur inn í bæinn og til hvaða aðgerða megi taka til þess að draga úr hraða við þéttbýlismörk.
Jafnframt vísar ráðið málinu til umfjöllunar í tengslum við umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem er í vinnslu um þessar mundir.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?