Fara í efni

Umgengni ferðafólks við Sveinstekksfoss

Málsnúmer 202408008

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 123. fundur - 19.08.2024

Verkefnastjóri umhverfismála, Stefán Aspar Stefánsson, sat fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur erindi frá landeigendum jarðarinnar Lindarbrekku í Berufirði þar sem óskað er eftir því að sveitafélagið styrki innviði fyrir ferðamenn á plani við Sveinstekksfoss. Annarsvegar með tæmingu á kömrum sem landeigendur hafa sett upp á svæðinu og hins vegar með því að koma upp sorplosunaraðstöðu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á að verða við fyrirliggjandi erindi. Sveitarfélagið sér almennt ekki um rekstur salerna í dreifbýli eða sorphirðu á ferðamannastöðum.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?