Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi, Austurvegur 24, 710

Málsnúmer 202404295

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 117. fundur - 13.05.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni Austurvegur 24 (L154896) á Seyðisfirði.
Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Austurveg 22, 29 og 30 auk Miðtúns 2 og 4.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 123. fundur - 19.08.2024

Grenndarkynningu byggingaráforma á lóðinni Austurvegur 24 (L154896) á Seyðisfirði lauk þann 14. júní sl. Athugasemdir bárust sem málsaðili hefur brugðist við og liggja fyrir breyttir aðaluppdrættir ásamt skuggavarpsteikningum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að nýjar teikningar verði grenndarkynntar að nýju í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái sem fyrr til fasteignaeigenda við Austurveg 22, 29 og 30 auk Miðtúns 2 og 4.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 127. fundur - 23.09.2024

Fyrir liggja athugasemdir sem bárust við grenndarkynningu vegna fyrirhugaðra byggingaráforma við Austurveg 24 á Seyðisfirði, en frestur rann út þann 19. september sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur fjallað um fyrirliggjandi athugasemdir og bendir á að fyrirhuguð áform eru í samræmi ákvæði byggingarreglugerðar um fjarlægð milli húsa auk þess að vera ekki til þess fallin að mynda skuggavarp á dvalarsvæði aðliggjandi húsa.
Ráðið metur sem svo að innkomnar athugasemdir gefi ekki tilefni til frekari breytinga á fyrirhuguðum áformum og vísar afgreiðslu málsins til byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða
Fundarhlé kl. 12:00
Getum við bætt efni þessarar síðu?