Fara í efni

Félagsheimilið Herðubreið - rekstur

Málsnúmer 202212047

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 29. fundur - 08.12.2022

Framhaldsvinna varðandi rekstur Herðubreiðar. Inn á fundinn kom Steingrímur Jónsson verkefnastjóri framkvæmda af eignasviði Múlaþings og fór yfir ástand hússins.

Steingrímur Jónsson fór yfir ástand hússins. Fyrir liggur að það þarf að fara í að klæða húsið að utan, verkið verður boðið út á næstu dögum, þá í annað sinn en það bauð enginn í verkið þegar það var boðið út á síðasta ári. Talsverðar framkvæmdir eru í ráðgerðar innanhúss og áætlað er m.a. að klára brunavarnir, setja brunastiga upp á efri hæð.

Heimastjórn þakkar Steingrími fyrir greinagóða yfirferð.


Samningur um rekstur félagsheimilisins Herðubreiðar er gilti 2016-2020 og framlengdur var um tvö ár, rennur sitt skeið um áramótin. Heimastjórn leggur áherslu á að halda því rekstrarfyrirkomulagi sem lagt var upp með árið 2016 til næstu ára en jafnframt hefur reynsla síðustu ára verið metin, kostir og gallar og tillit tekið til breyttra þarfa og forsenda.

Heimastjórn leggur til við byggðaráð að Atvinnu- og menningarmálastjóra verði falið að vinna útboðsgögn samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og umræðum á fundi heimastjórnar og í framhaldinu að auglýsa eftir rekstraraðilum til næstu 5 ára skv. nýju útboði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Steingrímur Jónsson - mæting: 15:00

Byggðaráð Múlaþings - 71. fundur - 17.01.2023

Fyrir liggja drög að viðauka við samning um starfsemi og rekstur Herðubreiðar þar sem gert er ráð fyrir framlengingu á gildandi samningi til og með 30. apríl 2023. Ástæða framlengingar er að útboð varðandi rekstur Herðubreiðar er í ferli og er raunhæft að gera ráð fyrir því að útboð og samningagerð geti tekið þrjá til fjóra mánuði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að viðauka við samning um starfsemi og rekstur Herðubreiðar og felur sveitarstjóra að undirrita viðaukann fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 10:50

Byggðaráð Múlaþings - 72. fundur - 24.01.2023

Fyrir liggja drög að auglýsingu varðandi útboð á rekstri félagsheimilisins Herðubreiðar á Seyðisfirði ásamt minnisblaði frá atvinnu- og menningarmálastjóra og útboðsgögnum. Atvinnu- og menningarmálastjóri kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir fyrirliggjandi gögn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að útboð á rekstri félagsheimilisins Herðubreiðar fari fram í samræmi við fyrirliggjandi gögn og umræður á fundinum. Atvinnu- og menningarmálastjóra falið að láta birta uppfærða auglýsingu varðandi málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 10:00

Byggðaráð Múlaþings - 79. fundur - 21.03.2023

Fyrir liggur tilboð í rekstur félagsheimilisins Herðubreiðar ásamt útboðsgögnum, minnisblaði o.fl. Inn á fundinn undir þessum lið kom atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings og gerði grein fyrir stöðu og ferli málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að, á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs, verði gengið frá samningi við Celiu Harrisson og Sesselju Hlín Jónasardóttur um rekstur félagsheimilisins Herðubreiðar. Atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings falin framkvæmd málsins.


Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 08:50

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 123. fundur - 19.08.2024

Fyrir liggur erindi frá forstöðukonu Herðubreiðar, Sesselju Jónasdóttur, og atvinnu- og menningarmálastjóra, Aðalheiði Borgþórsdóttur, varðandi tillögur að endurbótum á félagsheimilinu fyrir árin 2025 og 2026.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til verkefnastjóra framkvæmdamála til skoðunar vegna þeirra framkvæmda sem eru í gangi og við gerð viðhaldsáætlunar næstu ára.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 48. fundur - 05.09.2024

Fyrir liggur erindi frá forstöðukonu Herðubreiðar, Sesselju Jónasdóttur og atvinnu- og menningarmálastjóra, Aðalheiði Borgþórsdóttur varðandi tillögur að endurbótum á Félagsheimilinu fyrir árin 2025 og 2026.

Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur tekið málið fyrir og vísað erindinu til verkefnastjóra framkvæmdamála til skoðunar vegna þeirra framkvæmda sem eru í gangi og við gerð viðhaldsáætlunar næstu ára.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar fagnar því að erindið sé komið til verkefnastjóra framkvæmdamála og hvetur til þess að í framkvæmdum verði einnig gætt að hljóðvist og sjónvist í bíósal.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?