Fara í efni

Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags

Málsnúmer 202010010

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 1. fundur - 07.10.2020

Lagðar fram til fyrri umræðu samþykktir um stjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti málið og vakti athygli á tveimur villum sem eru í drögum að samþykktum og verða lagaðar fyrir aðra umræðu.

Að aflokinni umræðu undir liðnum bar forseti upp svohljóðandi vísunartillögu:
Sveitarstjórn samþykkir, í samræmi við fyrirmæli 1. tl. 1. mgr. 18. gr Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, að vísa málinu og fyrirliggjandi tillögu til síðari umræðu næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 2. fundur - 14.10.2020

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti samþykktina. Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn og Björn Ingimarsson.

Fyrir fundinum liggja breytingatillögur við þá tillögu að samþykkt sem lögð var fyrir sveitarstjórn við fyrri umræðu.
Þær bornar upp í einu lagi og samþykktar samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags, með áorðnum breytingum.
Sveitarstjóra er falið að senda samþykktina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 3. fundur - 11.11.2020

Fyrir liggja drög að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings og nýr viðauki við samþykktina.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson,sem lagði fram og kynnti breytingarnar. Jódís Skúladóttir, Eyþór Stefánsson, Stefán Bogi Sveinsson og Vilhjálmur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa framlögðum drögum að nýjum viðauka II við samþykktina til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Sveitarstjórn staðfestir framlagðar reglur um meðferð fjarfunda Múlaþings.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 4. fundur - 09.12.2020

Fyrir liggur til síðari umræðu samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Múlaþings, nr. 1042/2020, ásamt viðauka II um fullnaðarafgreiðslu starfsmanna í stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Til máls tóku: Vilhjálmur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga er lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samþykkt með áorðnum breytingum.
Sveitarstjóra er falið að senda samþykktina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 48. fundur - 22.03.2022

Inn á fundinn undir þessum lið komu Aron Thorarenssen, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi, Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri, og Sóley Valdimarsdóttir, ritari á umhverfis- og framkvæmdasviði, og gerðu grein fyrir tillögum að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings.

Í vinnslu.


Gestir

  • Sóley Valdimarsdóttir - mæting: 10:30
  • Aron Thorarenssen - mæting: 10:30
  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 10:30

Byggðaráð Múlaþings - 49. fundur - 05.04.2022

Fyrir lágu tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings. Inn á fundinn undir þessum lið komu Aron Thorarensen, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi, Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri, og Sóley Valdimarsdóttir, ritari á umhverfis- og framkvæmdasviði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vandaða vinnu við uppfærslu á samþykkt um stjórn Múlaþings. Skrifstofustjóra falið að vinna endanlega tillögu, í samræmi við umræðu á fundinum, sem verði lögð fyrir fund sveitarstjórnar miðvikudaginn 13. apríl nk. til fyrri umræðu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 10:30
  • Sóley Valdimarsdóttir - mæting: 10:30
  • Aron Thorarensen - mæting: 10:30

Sveitarstjórn Múlaþings - 22. fundur - 13.04.2022

Fyrir lá bókun frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 05.04.2022, þar sem tillögum að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings er vísað til sveitarstjórnar til fyrri umræðu.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson, Gauti Jóhannesson, Björn Ingimarsson, Vilhjálmur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Hildur Þórisdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa tillögum að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 52. fundur - 03.05.2022

Fyrir lágu tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings. Inn á fundinn undir þessum lið komu Aron Thorarensen, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi, og Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vandaða vinnu við uppfærslu á samþykkt um stjórn Múlaþings og gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögur. Tillögurnar verða lagðar fyrir fund sveitarstjórnar miðvikudaginn 11. maí nk. til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 23. fundur - 11.05.2022

Fyrir lágu til síðari umræðu tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings. Skrifstofustjóra falið að sjá um birtingu gagna með þeim hætti er lög og reglur kveða á um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 32. fundur - 11.01.2023

Fyrir lágu til fyrri umræðu tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings auk uppfærslu erindisbréfs fjölskylduráðs.

Til máls tók Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa tillögum að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings til síðari umræðu en staðfestir uppfært erindisbréf fjölskylduráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 33. fundur - 08.02.2023

Fyrir liggja til síðari umræðu tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings. Skrifstofustjóra falið að sjá um birtingu gagna með þeim hætti er lög og reglur kveða á um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 38. fundur - 16.08.2023

Fyrir liggja til fyrri umræðu tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa tillögum að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 39. fundur - 13.09.2023

Fyrir liggja til seinni umræðu tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings.

Til máls tóku: Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson svaraði fyrirspurn Ásrúnar og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings. Skrifstofustjóra falið að sjá um birtingu gagna með þeim hætti er lög og reglur kveða á um.

Samþykkt með 8 atkvæðum, 2 sitja hjá (ÞJ,HHÁ) einn á móti (ÁMS)
Getum við bætt efni þessarar síðu?