Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Námur vegna Axarvegar

Málsnúmer 202203263

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 52. fundur - 06.04.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá Vegagerðinni um að breytingar verði gerðar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs. Breytingin felur í sér að gert verði ráð fyrir námum vegna fyrirhugaðs Axarvegar í skipulaginu.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem umbeðnum námusvæðum fyrir Axarveg verði bætt inn á skipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 22. fundur - 13.04.2022

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 06.04.2022, varðandi breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs. Breytingin felur í sér að gert verði ráð fyrir námum vegna fyrirhugaðs Axarvegar í skipulaginu.

Til máls tóku: Kristjana Sigurðardóttir sem bar fram fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem umbeðnum námusvæðum fyrir Axarveg verði bætt inn á skipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 57. fundur - 21.06.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagslýsing, dagsett 16. júní 2022, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna náma við nýjan Axarveg.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 25. fundur - 29.06.2022

Fyrir liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 21.06.2022, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna náma við nýjan Axarveg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 21.06.2022, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi drög að skipulagslýsing, dags. 16.06.2022, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna náma við nýjan Axarveg verði kynnt í samræmi við ákvæði skipulagslaga þar um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 24. fundur - 04.08.2022

Fyrir liggur til umsagnar verkefnislýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, dagsett 16. júní 2022, vegna náma við nýjan Axarveg.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við verkefnislýsinguna en leggur áherslu á að allur frágangur við lok efnistöku verði sem vandaðastur og falli að landinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 63. fundur - 19.09.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga, dagsett 12. september 2022, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna náma við nýjan Axarveg. Jafnframt eru lagðar fram til kynningar umsagnir sem bárust við skipulagslýsingu verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verð kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 72. fundur - 19.12.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga til auglýsingar, dagsett 13. desember 2022, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna náma við nýjan Axarveg. Vinnslutillaga breytinganna var kynnt frá 28. september með athugasemdafresti til 20. október 2022. Umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma gáfu ekki tilefni til verulegra breytinga á tillögunni og eru þær lagðar fram hér til kynningar.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa því til sveitarstjórnar að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 32. fundur - 11.01.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 19.12.2022, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga fyrir breytingu á aðalskipulagi verði auglýst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fyrirliggjandi tillaga fyrir breytingu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna náma við nýjan Axarveg verði auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 36. fundur - 10.05.2023

Fyrir liggur breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna efnisnáma við Axarveg sem var auglýst og lauk auglýsingatíma 04.05.2023 og bárust engar athugasemdir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna efnisnáma við Axarveg og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?