Fara í efni

Húsnæðisáætlun Múlaþings, endurskoðun fyrir 2023

Málsnúmer 202210141

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 67. fundur - 24.10.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um endurskoðun húsnæðisáætlunar Múlaþings fyrir árið 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að hefja endurskoðun húsnæðisáætlunar fyrir næsta ár með þær ábendingar sem fram komu á fundinum til hliðsjónar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 72. fundur - 19.12.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að endurskoðaðri 10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að húsnæðisáætlun Múlaþings og vísar henni til kynningar hjá heimastjórnum og staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 31. fundur - 05.01.2023

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri 10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2023.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 19.12. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að húsnæðisáætlun Múlaþings og vísar henni til kynningar hjá heimastjórnum og staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Heimastjórn Borgarfjarðar álítur að ef Húsnæðisáætlun Múlaþings á að nýtast byggðakjörnum sveitarfélagsins sem skyldi er algjörlega nauðsynlegt að þær spár sem eru í áætluninni séu brotnar niður á einstaka byggðakjarna, svo þeir geti hagnýtt sér áætlunina í framtíðinni. Hver sem byggja vill íbúðir á Borgarfirði gegnum leiðir hins opinbera þarf tölur um stöðuna á Borgarfirði og vandséð er að tölur um Múlaþing í heild gagnist viðkomandi. Nær öruggt er að sama gildi um aðra byggðarkjarna Múlaþings.

Heimastjórn Borgarfjarðar finnst það furðu sæta að óuppfyllt íbúðaþörf í Múlaþingi sé metin engin árið 2023. Á Borgarfirði er ljóst að uppsöfnuð íbúðaþörf er þó nokkur. Fjölgun íbúa hefur sterka fylgni við framboð húsnæðis.

Í kaflanum um atvinnuástand á Borgarfirði eystri saknar heimastjórn Borgarfjarðar að minnst sé á fyrirhugaðar framkvæmdir í Fjarðarborg þar sem aðstaða fyrir 10 - 20 störf án staðsetningar verður til. Til að það megi raungerast þarf húsnæði fyrir framtíðarstarfsmenn þar. Þann kafla þarf að uppfæra frekar sbr. aukið gistirými, aukin starfsemi í KHB brugghúsi, fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir og nýjar samgönguúrbætur til Borgarfjarðar.

Kaflinn um markmið sveitarfélagsins varðandi íbúðauppbyggingu á Borgarfirði eystri er heldur rýr. Heimastjórn vill að þar komi m.a. fram sú uppsafnaða þörf sem er á staðnum sem og markmið sveitarfélagsins um að vera virkur þátttakandi á almennum leigumarkaði til að stuðla að heilsársbúsetu á Borgarfirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Heimastjórn Seyðisfjarðar - 30. fundur - 05.01.2023

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri 10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2023.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 19.12. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að húsnæðisáætlun Múlaþings og vísar henni til kynningar hjá heimastjórnum og staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Heimastjórn beinir því til starfsmanns heimastjórnar að uppfæra textann um atvinnulíf á Seyðisfirði í samræmi við umræður á fundinum og skila til viðeigandi aðila.

Afgreiðslu frestað þar til gögn hafa borist.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 30. fundur - 05.01.2023

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri 10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2023.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 19.12. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að húsnæðisáætlun Múlaþings og vísar henni til kynningar hjá heimastjórnum og staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Múlaþings - 32. fundur - 11.01.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 19.12.2022, þar sem endurskoðaðri 10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings er vísað til sveitarstjórnar Múlaþings til staðfestingar auk bókana heimastjórna.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir með fyrirspurn, Eyþór Stefánsson svaraði fyrirspurn Berglindar Hörpu Svavarsdóttur, Björn Ingimarsson til svara og Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi endurskoðaða 10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings að teknu tilliti til framkominna athugasemda heimastjórna. Umhverfis- og framkvæmdaráði falið að uppfæra áætlunina með hliðsjón af athugasemdum er fram hafa komið og að sjá til þess að hún verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins og kynnt þar til bærum aðilum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 73. fundur - 16.01.2023

Drög að húsnæðisáætlun lögð fram til kynningar ásamt minnisblaði um fram komnar athugasemdir. Fulltrúum í ráðinu gefið færi á að koma á framfæri athugasemdum. Endanleg tillaga verður tekin til samþykktar á næsta fundi ráðsins.

Málið er í vinnslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 32. fundur - 03.02.2023

Fyrir liggja uppfærð drög að húsnæðisáætlun Múlaþings 2023.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 76. fundur - 13.02.2023

Tíu ára húsnæðisáætlun Múlaþings 2023 lögð fram til samþykktar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að endurskoðaðri húsnæðisáætlun Múlaþings til næstu 10 ára og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að sjá til þess að gagnagrunnur verði uppfærður og að áætlunin verði birt á viðeigandi hátt.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 32. fundur - 08.03.2023

Fyrir fundinum lá húsnæðisáætlun Múlaþings 2023.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 35. fundur - 09.03.2023

Fyrir fundinum lá húsnæðisáætlun Múlaþings 2023.

Lögð fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?