Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

148. fundur 25. mars 2025 kl. 08:30 - 11:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Ásta Tryggvadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Sveitastjóri fór yfir málefni tengd fjármálum sveitarfélagsins

2.Skipurit Múlaþings

Málsnúmer 202311136Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breytingum á skipuriti Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á skipuriti Múlaþings og vísar málinu til afgreiðslu hjá sveitastjórn.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum, einn sat hjá (ES)

3.Samstarfssamningur um byggðasamlag, Minjasafn Austurlands

Málsnúmer 202012071Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samþykkt fyrir Minjasafn Austurlands þar sem meðal annars kemur fram að Minjasafnið er stofnun í eigu Múlaþings. Samþykktin byggir á samningi milli Múlaþings og Fljótsdalshrepps varðandi breytt rekstrar- og eignafyrirkomulag á Minjasafni Austurlands, sem samþykktur var í sveitarstjórn 12. mars 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir drög að nýjum samþykktum fyrir Minjasafn Austurlands og felur sveitastjóra að koma þeim til framkvæmdar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


4.Umsögn vegna jarðarkaupa, Stakkahlíð

Málsnúmer 202112022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Borgarfjarðar dags.06.02.2025 er varðar jarðarkaup Stakkahlíðar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð tekur undir bókun heimastjórnar Borgarfjarðar frá 6. febrúar 2025 og gagnrýnir það fyrirkomulag ríkisins að ekki séu metnar fjárfestingar og umbætur á jörðum í þeirra eigu sem leigutakar stofna til að leigutíma liðnum. Þetta leiðir til þess að leigutakar á ríkisjörðum eru ólíklegir til að fara í framkvæmdir eða endurbætur á jörðunum.
Varðandi málefni Stakkahlíðar og Sævarenda í Loðmundafirði leggur byggðaráð áherslu á að Ríkiseignir taki upp samtal við æðaræktandann í Loðmundarfirði sem réttlæti fjárfestingar í atvinnugreininni svo hægt sé tryggja æðarækt og uppbyggingu hennar til framtíðar á svæðinu. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir við fjármálaráðuneytið og Ríkiseignir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Aðalfundur HEF veitna 2025

Málsnúmer 202503161Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundarboð og dagskrá aðalafundar HEF veitna, sem fram fer á Hótel Berjaya á Egilsstöðum 27.03.2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fulltrúar í sveitarstjórn fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum og skiptist það jafnt á þá sem mæta til fundar. Sé fulltrúi í sveitarstjórn forfallaður er viðkomandi heimilt að kalla til varafulltrúa í sinn stað, sem fer þá með atkvæði viðkomandi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202501210Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundagerð stjórnar samtaka orkusveitarfélaga dags.19.02.2025.
Lagt fram til kynningar

7.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502016Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundagerð Samband íslenskra sveitarfélaga dags.11.03.2025
Lagt fram til kynningar

8.Hreindýr, skipan vöktunar og veiðistjórnar málaflokksins

Málsnúmer 202503086Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá erindi frá Jóni Hávarði Jónssyni formanni félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum, er varðar skipan mála varðandi vöktun og veiðistjórn hreindýra. Jón kom inn á fundinn og fyldi eftir erindi sínu. Byggðaráð þakkar Jóni fyrir innleggið.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Jón Havarður Jónsson - mæting: 09:38

9.Umsagnarbeiðni um 158.mál, Borgarstefna

Málsnúmer 202503145Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar frá nefnda-og greiningarsviði Alþingis 158.mál, tillaga til þingsályktunar um borgarstefnu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð ítrekar fyrri umsögn sína um málið þar sem sagði:
"Með vísan til fyrirliggjandi draga að borgarstefnu leggur byggðaráð Múlaþings áherslu á að þess verði gætt, við aukna áherslu á svæðishlutverk Akureyrar, að ekki verði dregið úr framlögum ríkisins til uppbyggingar nauðsynlegra grunninnviða á Austurlandi sem snúa m.a. að samgöngum, menningar- og menntamálum og heilbrigðisþjónustu. Einnig er mikilvægt að í borgarstefnu verði lögð áhersla á hlutverk Reykjavíkurflugvallar í þjónustu við landsbyggðina en um þennan þátt er ekki fjallað í fyrirliggjandi drögum. Að öðru leyti tekur byggðaráð Múlaþings undir þær áherslur er fram koma í umsögn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) um drög að borgarstefnu."
Þá vill byggðaráð bæta því við að mikilvægt er að stjórnvöld fari að huga að stefnu fyrir þau svæði sem liggja utan borgarsvæðanna en gegna hlutverki miðstöðva þjónustu- og verslunar fyrir stór dreifbýl landsvæði. Þessi bæjarfélög eru mikilvæg og þarf að efla svo þau geti sinnt sínum hlutverkum, hér má nefna bæjarfélag eins og Egilsstaði.
Sveitarstjóra falið að koma bókuninni á framfæri við nefndar- og greiningarsvið Alþingis.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd