Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

145. fundur 04. mars 2025 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Björn Ingimarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Ársreikningur Múlaþings 2024

Málsnúmer 202502162Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri kynnti drög að ársreikningi sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

3.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tilboð í Hafnargötu 11 - Gamla ríkið sem opnuð voru með formlegum hætti miðvikudaginn 22. janúar 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri kynnti yfirferð tilboða sem bárust og kröfur sem komu fram í auglýsingu og gögnum. Lagt er til að gengið verði til samninga við Úlfstaði ehf., sem er hagstæðasta tilboð af þeim sem uppfylltu kröfur til viðsemjanda samkvæmt auglýsingu og öðrum gögnum.
Byggðaráð samþykkir að ganga að tilboði Úlfstaða og felur sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfismála að ganga frá samningi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðisgreiðslu.

4.Samstarfssamningur um byggðasamlag, Minjasafn Austurlands

Málsnúmer 202012071Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi og nýjum samþykktum fyrir Minjasafn Austurlands

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi, milli Múlaþings og Fljótsdalshrepps varðandi breytt rekstrar- og eignarfyrirkomulag á Minjasafni Austurlands. Byggðaráð vísar málinu til sveitastjóra til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.



5.Götulýsing í Múlaþingi

Málsnúmer 202502195Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Hugrúnu Hjálmarsdóttur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdamála með beiðni um að verkefni er lúta að götulýsingu í sveitarfélaginu verði flutt yfir til HEF veitna og verði hýst þar með annarri veitustarfsemi sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings beinir erindi vegna götulýsingar í Múlaþingi til stjórnar HEF til umfjöllunar og að málið verði tekið upp að nýju í byggðaráði er frekari gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


6.Málstefna

Málsnúmer 202309028Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að málstefnu Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að málstefnu Múlaþings og vísar henni til afgreiðslu hjá sveitastjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Málefni Ríkarðshúss á Djúpavogi.

Málsnúmer 202105265Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Ríkarðshúss, dags. 20. febrúar 2025.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Sambands Íslenskrasveitarfélaga 2025

9.Fundagerð,Samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Samráðshóps um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði, dags. 26. febrúar 2025.

Lagt fram til kynningar.

10.Úttekt á stöðu fjarskiptamála á Austurlandi - Fjarskiptaáætlun Austurlands 2024-2025

Málsnúmer 202502184Vakta málsnúmer

Fyrir liggur úttekt á stöðu fjarskiptamála á Austurlandi - Fjarskiptaáætlun Austurlands 2024-2025. Útgefin í janúar 2025 af Austurbrú og Gagna ehf. í samræmi við Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð tekur undir með stjórn SSA um mikilvægi þess að innviðir á Austurlandi verði styrktir og þar á meðal farsímasamband á þjóðvegum fjórðungsins. Þetta er mikilvægt öryggismál fyrir þá sem ferðast um svæðið og brýnt að fá úrbætur án tafar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Upplýsingafundur um áhrif vindorku, ósk um samstarf

Málsnúmer 202502197Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands (NAUST) um aðkomu sveitarfélagsins að opnum upplýsingafundi á Egilsstöðum undir yfirskriftinni "Hvað vitum við um áhrif vindorku?".

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að taka þátt í fundinum með því að bjóða upp á erindi um það sem sveitarfélagið hefur verið að vinna að í tengslum við vindorkumöguleika í sveitarfélaginu og nýtt aðalskipulag.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd