Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

44. fundur 15. febrúar 2022 kl. 08:30 - 11:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Fyrir lá kynning á kröfum íslenska ríkisins um þjóðlendur. Fram kemur m.a. að aðilar, sem telja til eignaréttinda á landsvæðum sem ríkið gerir kröfur til, hafa frest til að lýsa kröfum skriflega fyrir óbyggðanefnd til og með 6. maí 2022.

Í vinnslu.

3.Útboð tjaldsvæði Seyðisfirði

Málsnúmer 202104066Vakta málsnúmer

Fyrir lá mat og tillögur frá atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings varðandi tilboð í rekstur tjaldsvæðis á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gengið verði til samninga við Landamerki ehf á grundvelli tilboðs viðkomandi í rekstur tjaldsvæðis á Seyðisfirði. Atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 09:15

4.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni - Ósk um afstöðu

Málsnúmer 202110002Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð frá umræðufundi um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni landsbyggðinni, dags. 26. janúar 2022, auk boðunar til stofnfundar þriðjudaginn 23. febrúar 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að sitja, fyrir hönd Múlaþings, stofnfund húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni landsbyggðinni og haldinn verður um fjarfundarbúnað þriðjudaginn 23. febrúar kl. 13:00. Afstaða til aðildar verður tekin er frekari upplýsingar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201078Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 04.02.2022.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir stjórnar Ársala 2022

Málsnúmer 202202078Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Ársala bs, dags. 02.02.2022.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201168Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 14.01.2022.

Lagt fram til kynningar.

8.Erindi vegna listasafns fyrir alþjóðlega myndlist - Vogaland 5 Djúpavogi

Málsnúmer 202012050Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við fulltrúa Ars Longa, varðandi mögulega yfirtöku félagsins á fasteigninni Vogalandi 5 á Djúpavogi, og stöðu mála.

Lagt fram til kynningar.

9.Málefni Ríkharðshúss á Djúpavogi.

Málsnúmer 202105265Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi Ríkarðshús á Djúpavogi.

Í vinnslu.

10.Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og réttur barna til þátttöku og

Málsnúmer 202201170Vakta málsnúmer

Fyrir lá bréf frá Umboðsmanni barna varðandi mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir þær áherslur er fram koma í fyrirliggjandi erindi frá Umboðsmanni barna og vísar því til fjölskylduráðs og ungmennaráðs til frekari umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Samstarfssamningur um byggðasamlag, Minjasafn Austurlands

Málsnúmer 202012071Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps varðandi Minjasafn Austurlands þar sem fram kemur að sveitarstjórn Fljótsdalshrepps er mótfallin því að byggðasamlaginu um rekstur Minjasafn Austurlands verði slitið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við fulltrúa Fljótsdalshrepps. Málið verður tekið fyrir að nýju er niðurstaða úr þeirri vinnu liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Bjarg íbúðafélag - kynning á starfsemi

Málsnúmer 202202048Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Bjargi íbúðafélagi þar sem óskað er eftir viðræðum varðandi úthlutun lóðar og stofnframlags vegna byggingar leiguíbúða. Jafnframt er boðið upp á að koma á fund með fulltrúum sveitarfélagsins til að kynna félagið, lagaumhverfið og þær lausnir er félagið vinnur með til að ná markmiðum um hagkvæmar íbúðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að koma á fundi byggðaráðs og fulltrúa íbúðafélagsins Bjargs þar sem farið verði yfir þau mál er fram koma í fyrirliggjandi erindi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?