Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

8. fundur 12. janúar 2021 kl. 08:30 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti fyrir byggðaráði nokkur mál sem varða rekstur og fjárhag sveitarfélagsins.

2.Fundargerðir stjórnar HEF - 2020

Málsnúmer 202010482Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð HEF ehf. dags. 16.12.2020.
Til máls tóku. Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn um eigendastefnu HEF og Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn.
Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202010464Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 11.12.2020.
Lagt fram til kynningar

4.Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2020

Málsnúmer 202010563Vakta málsnúmer

Fyrir lágu fundargerðir stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga dags. 09.12.2020 og 17.12.2020.
Lagt fram til kynningar

5.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2020

Málsnúmer 202011102Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð frá aðalfundi Héraðsskjalasafns Austfirðinga dags. 11.12.2020.
Lagt fram til kynningar

6.Fundargerðir Ársala bs 2020

Málsnúmer 202010580Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð Ársala bs. dags. 17.12.2020.
Lagt fram til kynningar

7.Fundargerðir stjórnar Brunavarna á Austurlandi 2020

Málsnúmer 202101034Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð Ársala bs. dags. 17.12.2020.
Lagt fram til kynningar

8.Fundargerðir stjórnar Brunavarna á Héraði 2021

Málsnúmer 202101035Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð Brunavarna á Héraði dags. 06.01.2021.
Fram kom að vegna vatnstjóns er varð á húsnæði félagsins á milli jóla og nýárs þá þarf að ráðast í endurbætur er krefjast viðbótarframlags frá sveitarfélögunum. Viðbótarframlag frá Múlaþingi vegna þessa er áætlað nema tæpum 4,9 milljónum kr.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að Múlaþing komi að endurbótum vegna vatnstjóns í húsnæði Brunavarna á Héraði með fjárframlagi sem nemur um 4,9 milljónum kr. Fjármunir er verða til vegna endurgreiðslu fjárframlaga við uppgjör Brunavarna á Austurlandi verði nýttir til þessa m.a.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála, hlutverk starfshóps ráðuneyta, erindi sveitarfélagsins til Ofanflóðasjóðs o.fl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Gauti Jóhannesson forseti sveitarstjórnar verði tengiliður sveitarfélagsins við starfshóp ráðuneyta vegna hamfaranna á Seyðisfirði í desember sl.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


10.Laxeldi á Seyðifirði

Málsnúmer 202101050Vakta málsnúmer

Fyrir lá ályktun um væntanlegt laxeldi í Seyðisfirði frá Veiðifélögunum á Fljótsdalshéraði, Veiðifélagi Jökulsár, Veiðifélagi Lagarfljóts, Veiðifélagi Selfljóts og Veiðifélagi Fögruhlíðarár, þar sem mótmælt er harðlega 10.000 tonna framleiðslu á frjóum norskum laxi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði.

Lagt fram til kynningar.

11.Styrkbeiðni frá Skógræktarfélagi Djúpavogs

Málsnúmer 202011228Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Skógræktarfélagi Djúpavogs um styrk, annars vegar í
formi vinnu nemenda vinnuskólans og hins vegar fjárhæðar svipaðri þeirri og
hreindýraarður er vegna jarðarinnar Búlandsness.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings að áframhald verði á samstarfi sveitarfélagsins og Skógræktarfélags Djúpavogs um vinnu nemenda vinnuskólans.
Varðandi beinan fjárstyrk umfram þetta þá er þeirri beiðni hafnað, enda ekki gert ráð fyrir slíku framlagi í samþykktri fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2021.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Rafskútuleiga á Egilsstöðum

Málsnúmer 202011009Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Fjallamönnum Austurlands ehf. varðandi mögulega opnun rafskútuleigu á Egilsstöðum í samstarfi við Hopp Reykjavík. Jafnframt lágu fyrir afgreiðslur umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings sem og Heimastjórnar Fljótsdalshéraðs vegna erindisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að sjá til þess að gerður verði samningur um málið sem lagður verði fyrir Heimastjórn Fljótsdalshéraðs til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis vegna Covid-19

Málsnúmer 202010467Vakta málsnúmer

Fyrir lá frá félagsmálaráðuneytinu stöðuskýrsla (nr.9) teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.

Lagt fram til kynningar.

14.Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna Covid-19

Málsnúmer 202012114Vakta málsnúmer

Fyrir lágu tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga er bárust frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vísar tillögum Velferðarvaktarinnar til fjölskylduráðs Múlaþings til umfjöllunar og úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

15.Sameiginleg stafræn verkefni sveitarfélaga

Málsnúmer 202101014Vakta málsnúmer

Fyrir lágu til kynningar gögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stafræna þróun sveitarfélaga og mögulega kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga í stafrænu ráði sambandsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að taka þátt í verkefninu að því gefnu að önnur sveitarfélög geri það líka.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

16.Persónuverndarstefna Múlaþings

Málsnúmer 202012175Vakta málsnúmer

Fyrir lá til afgreiðslu Persónuverndarstefna Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir framlagða persónuverndarstefnu fyrir sveitarfélagið og felur persónuverndarfulltúra að sjá til þess að hún verði virkjuð.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

17.Jafnlaunakerfi Múlaþings

Málsnúmer 202101049Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað frá verkefnastjóra mannauðs um stöðu mála varðandi jafnlaunakerfi Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela jafnlaunateymi sveitarfélagsins að aðlaga jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Fljótsdalshéraðs að Múlaþingi þannig að hún gildi út yfirstandandi kjörtímabil. Rökin fyrir því að nýta jafnréttiáætlun Fljótsdalshéraðs fremur en jafnréttisáætlanir hinna sveitarfélaganna er sameinuðust í Múlaþing auk Fljótsdalshéraðs eru, að Fljótsdalshérað eitt hafði hlotið jafnlaunavottun og sú áætlun inniheldur kröfur sem jafnlaunakerfið gerir. Stefnt verði að því að vinna nýja stefnu og áætlun eftir að yfirstandandi kjörtímabili lýkur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

18.Samstarfssamningur um byggðasamlag, Minjasafn Austurlands

Málsnúmer 202012071Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps þar sem þeirri hugmynd að slíta Minjasafni Austurlands sem byggðasamlagi um áramótin 2020/2021 er hafnað sökum þess að fyrirvarinn hafi verið of skammur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra að koma á fundi með fulltrúum byggðaráðs og Fljótsdalshrepps varðandi fyrirkomulag mála varðandi byggðasamlög og samstarfsverkefni til framtíðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

19.Víkurland 6

Málsnúmer 202101052Vakta málsnúmer

Fyrir lá kauptilboð frá Búlandstind ehf. í fiskverkunarhús nr. 6 við Víkurland á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að gera gagntilboð vegna framkomins kauptilboðs í Víkurland 6 á Djúpavogi. Jafnframt er sveitarstjóra ásamt forseta sveitarstjórnar veitt umboð til að taka upp viðræður við tilboðsgjafa á grundvelli umræðna á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

20.Teigarhorn starfsemi 2021

Málsnúmer 202101060Vakta málsnúmer

Fyrir lá afgreiðsla Heimastjórnar Djúpavogs varðandi uppbyggingu á Teigarhorni og framtíðarstefnu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að áður gerður samningur á milli Djúpavogshrepps og Umhverfisstofnunar varðandi umsjón og rekstur Teigarhorns, þar með talið rekstur fyrirhugaðrar þjónustumiðstöðvar, verði staðfestur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

21.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um kosningalög, 339. mál.

Málsnúmer 202012155Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Samráðsgátt. frumvarp um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa Covid-19 á sveitarfélög

Málsnúmer 202101003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu, 360. mál.

Málsnúmer 202012135Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál

Málsnúmer 202012144Vakta málsnúmer

Jódís Skúladóttir tók til máls og hvatti byggðaráðsfulltrúa til jákvæðrar nálgunar við málið.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?