Fara í efni

Ósk um umsögn, matsáætlun, Ofanflóðavarnir á Seyðisfirði, Neðri-Botnar

Málsnúmer 202312086

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 103. fundur - 18.12.2023

Lögð er fram til kynningar matsáætlun ofanflóðavarna á Seyðisfirði, Neðri botnar. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins á grundvelli 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Frestur er til 15. janúar 2024. Í samræmi við 3. gr. viðauka I í samþykkt um stjórn Múlaþings eru það heimastjórnir sem veita umsagnir í tengslum við lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda- og áætlana. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 42. fundur - 11.01.2024

Fyrir fundinum liggur umsagnabeiðni frá Skipulagsstofnun,dagsett 6.desember 2023,um matsáætlun vegna ofanflóðavarna við Neðri-Botna í Strandatindi á Seyðisfirði. Athugasemdafrestur er til 15.janúar 2024. Inn á fundinn undir þessum lið kom Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála Múlaþings í gegnum fjarfundabúnað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og felur skipulagsfulltrúa að skila henni inn í skipulagsgátt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sóley Valdimarsdóttir - mæting: 08:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 144. fundur - 17.03.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umhverfismatsskýrsla ofanflóðavarna á Seyðisfirði, Neðri botnar. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins á grundvelli 23. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Frestur er til 24. apríl 2025.

Gert er ráð fyrir að skýrslan verði kynnt á íbúafundi á Seyðisfirði á næstu vikum og verður það auglýst nánar þegar nær dregur.
Lagt fram til kynningar.

Í samræmi við 3. gr. viðauka I í samþykkt um stjórn Múlaþings eru það heimastjórnir sem veita umsagnir í tengslum við lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda- og áætlana. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 55. fundur - 03.04.2025

Fyrir liggur umhverfismatsskýrsla ofanflóðavarna á Seyðisfirði, Neðri botnar. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins á grundvelli 23. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Frestur er til 24. apríl 2025.
Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við niðurstöður umhverfismats en ítrekar mikilvægi þess að lega vegar, er ætlaður er til efnisflutninga yfir Fjarðará, verði unnin í samráði við sveitarfélagið. Vegurinn er tilgreindur í aðalskipulagi sveitarfélagsins og ætlað að vera ný tenging inn á fyrirhugað íbúðarsvæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd