Fara í efni

Landsbankinn lokar á Seyðisfirði

Málsnúmer 202503194

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 55. fundur - 03.04.2025

Fyrir fundinum liggur ábending frá íbúa er varðar lokun á útibúi Landsbankans á Seyðisfirði 4.apríl nk.
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun útibús Landsbanka Íslands á Seyðisfirði.
Það er ólíðandi að banki í eigu hins opinbera skuli ekki leita allra leiða til að halda úti þjónustu á landinu öllu.
Fjölmörg störf í bankaþjónustu þurfa ekki að vera bundin við staðsetningu og því er vel hægt að færa verkefni bankans sem vinna má í fjarvinnu, út á land,til að styrkja þau útibú sem eru til staðar og jafnvel fjölga stöðugildum á landsbyggðinni frekar en að fækka þeim.

Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa starfsfólk í vinnu við hin ýmiss verkefni, jafnvel í öðrum löndum í gegnum fjarvinnu og ætti Landsbankinn að horfa til þess að styrkja stoður sínar út um land allt í stað þess að setja alla starfsemi á einn stað á landinu. Heimastjórn vísar málinu til byggaðaráðs til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 150. fundur - 15.04.2025

Fyrir fundinum liggur bókun heimastjórnar Seyðisfjarðar dags. 03.04.2025. er varðar lokun Landsbankans á Seyðisfirði og er svohljóðandi:

Heimastjórn Seyðisfjarðar mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun útibús Landsbanka Íslands á Seyðisfirði.
Það er ólíðandi að banki í eigu hins opinbera skuli ekki leita allra leiða til að halda úti þjónustu á landinu öllu.
Fjölmörg störf í bankaþjónustu þurfa ekki að vera bundin við staðsetningu og því er vel hægt að færa verkefni bankans sem vinna má í fjarvinnu, út á land, til að styrkja þau útibú sem eru til staðar og jafnvel fjölga stöðugildum á landsbyggðinni frekar en að fækka þeim.

Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa starfsfólk í vinnu við hin ýmiss verkefni, jafnvel í öðrum löndum í gegnum fjarvinnu og ætti Landsbankinn að horfa til þess að styrkja stoðir sínar út um land allt í stað þess að setja alla starfsemi á einn stað á landinu. Heimastjórn vísar málinu til byggaðaráðs til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð tekur undir bókun heimastjórnar Seyðisfjarðar og lýsir yfir vonbrigðum með lokun útibús Landsbankans á Seyðisfirði. Þá er vert að beina því til banka sem er í eigu ríkisins að ákveðnar skyldur hvíli á slíkri stofnun þegar kemur að jöfnu aðgengi íbúa landsins að þjónustu bankans. Byggðaráð hvetur einnig Landsbankann til að skoða af alvöru þau tækifæri sem felast í því að halda úti fjölbreyttri þjónustu um allt land í stað þess að flest störfin safnist saman á einn stað. Byggðaráð Múlaþings hvetur Landsbankann til að marka sér landsbyggðarstefnu og auglýsa fjölbreytt störf á vegum bankans á landsbyggðinni og gefa þannig vel menntuðu fólki tækifæri á að sinna margvíslegum störfum á vegum bankans í hinum dreifðari byggðum.
Sveitastjóra falið að fylgja málinu eftir við bankastjóra Landsbankans og fjármálaráðuneytið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd