Fara í efni

Íbúðakjarni á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010458

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 1. fundur - 20.10.2020

Byggðaráð samþykkir að fá kynningu frá fyrirtækinu Bæjartún íbúðarfélag hses, á næsta fundi ráðsins.

Byggðaráð Múlaþings - 2. fundur - 27.10.2020

Fyrir lágu gögn varðandi byggingu íbúðakjarna á Seyðisfirði sem að hluta til yrði fjármagnaður með stofnframlagi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við framkvæmdaaðila er sýnt hafa málinu áhuga sem og við sveitarfélög er vinna að svipuðum verkefnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma á fundi byggðaráðs með aðilum er sýnt hafa verkefninu áhuga.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 3. fundur - 03.11.2020

Til fundarins mættu fulltrúar Bæjartúns Íbúðafélags HSES, þeir Ómar Guðmundsson og Sigurður Garðarsson, og gerðu grein fyrir sýn félagsins varðandi uppbyggingu íbúðakjarna á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að láta hefja vinnu við samningsgerð við Bæjartún Íbúðafélag HSES að höfðu samráði við HMS og önnur sveitarfélög er vinna að svipuðum verkefnum. Samningar verði lagðir fyrir Byggðaráð til afgreiðslu er þeir liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 4. fundur - 17.11.2020

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við fulltrúa íbúðafélagsins Bæjartúns íbúðafélags hses og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, auk þess sem hann fór yfir drög að samkomulagi á milli Múlaþings og Bæjartúns íbúðafélags hses.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi og felur sveitarstjóra að ganga frá því fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 40. fundur - 14.12.2021

Fyrir lá erindi frá Bæjartúni íbúðafélagi hses varðandi annars vegar hvort sveitarfélagið sé tilbúið að annast rekstur samkomurýmis í fyrirhuguðum íbúðakjarna á Seyðisfirði og hins vegar er óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið varðandi mögulega aðkomu þess að kostnaði við jarðvinnu vegna verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum.


Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 41. fundur - 18.01.2022

Fyrir lá erindi frá Bæjartúni íbúðafélagi hses varðandi annars vegar hvort sveitarfélagið sé tilbúið að annast rekstur samkomurýmis í fyrirhuguðum íbúðakjarna á Seyðisfirði og hins vegar er óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið varðandi mögulega aðkomu þess að kostnaði við jarðvinnu vegna verkefnisins. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með fulltrúum félags eldri borgara á Seyðisfirði og samskiptum við fulltrúa Bæjartúns hses þar sem þessi mál voru rædd m.a.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarfélagið annist rekstur samkomurýmis í fyrirhuguðum íbúðakjarna á Seyðisfirði í samstarfi við félag eldri borgara á Seyðisfirði og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Bæjartún íbúðafélag hses um leigu húsnæðisins.

Byggðaráð Múlaþings hafnar aðkomu sveitarfélagsins að kostnaði við jarðvegsframkvæmdir vegna fyrirhugaðs íbúðakjarna á Seyðisfirði og felur sveitarstjóra að koma þessari afstöðu á framfæri við framkvæmdaaðila.

Samþykkt samhljóða án handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 20. fundur - 07.02.2022

Bygging íbúðakjarna fyrir 55 plús á Garðarsvelli er í undirbúningi. Óskað er skýringar á því hvers vegna byggingarframkvæmdir séu ekki hafnar á Garðarsvelli. Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis- og framkvæmdastjóri Múlaþings mætir á fundinn undir þessum lið.

Heimastjórn kallar eftir skýringum á því af hverju byggingarframkvæmdir séu ekki hafnar á Garðarsvelli þrátt fyrir stórorðar yfirlýsingar allra sem að málinu koma.

Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis- og framkvæmdastjóri Múlaþings fór yfir stöðu verkefnisins. Bæjartún er komið með byggingarleyfi og samkvæmt upplýsingum frá Bæjartúni verða húsin sett í framleiðslu í mars. Fundur var haldinn með félagi eldri borgara á Seyðisfirði varðandi íbúakjarnann og kannaður áhugi þeirra fyrir félagsaðstöðu í miðrými kjarnans. Byggðaráð hefur samþykkt að leigja þá aðstöðu af Bæjartúni.

Gestir

  • Hugrun Hjálmarsdóttir umhverfis- og framkvæmdastjóri Múlaþings - mæting: 10:00

Byggðaráð Múlaþings - 49. fundur - 05.04.2022

Fyrir lá erindi frá Bæjartúni hses þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið taki að sér jarðvegsskipti á grunni lóðar vegna fyrirhugaðra bygginga átta íbúða auk félagsrýmis á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra, ásamt framkvæmda- og umhverfismálastjóra, að fara yfir málið með fulltrúum Bæjartúns. Er niðurstöður úr þeim viðræðum liggja fyrir verður málið tekið til að nýju í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?