Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

52. fundur 07. nóvember 2024 kl. 13:15 - 15:10 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson fulltrúi sveitarstjóra á Fljótsdalshéraði og skrifstofustjóri
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að nýtt mál yrði tekið á dagskrá fundarins og er það númer 6 á dagskránni og var það samþykkt samhljóða.

1.Ósk um umsögn, matsáætlun, Vindorkugarður í Fljótsdalshreppi

Málsnúmer 202410138Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Skipulagsstofnun, dagsett 21. október 2024, um umsögn sveitarfélagsins samkvæmt 21. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Málið varðar áform Fjarðarorku ehf um að byggja vindorkugarð, á 5 reitum í Fljótsdalshreppi, þar sem gert er ráð fyrir að uppsett afl verði 350 MW. Umsagnarfrestur er til 19. nóvember 2024.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi umsögn Múlaþings samkvæmt 21. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana vegna áforma Fjarðarorku ehf um að byggja vindorkugarð, á 5 reitum í Fljótsdalshreppi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Deiliskipulag, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202302194Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga til auglýsingar fyrir nýtt deiliskipulag frístundbyggðar við Eiða.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 28.10.2024:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og felur skipulagsfulltrúa að láta auglýsa hana í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umhverfisviðurkenningar

Málsnúmer 202409036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað ásamt drögum að reglum um veitingu umhverfisviðurkenninga Múlaþings.
Stefán Aspar Stefánsson, verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að 3. grein tillagnanna um reglur um veitingu umhverfisviðurkenninga í Múlaþingi
verði breytt þannig að flokkar viðurkenningar verði þrír en ekki tveir. Til viðbótar verði bætt flokknum Snyrtilegt og fallegt lögbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 til 2028, en samkvæmt 48. grein samþykkta um stjórn Múlaþings skal fjárhagsáætlun koma til umsagnar heimastjórnar áður en hún er tekin til umræðu í sveitarstjórn.
Málið lagt fram til kynningar.

5.Opnir fundir heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 2024

Málsnúmer 202401003Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt um umfjöllun mála í heimastjórnum og ráðum frá íbúafundum í vor.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að taka saman upplýsingar um stöðu einstakra verkefna og leggja fyrir heimastjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Fyrir liggur úrskurður Óbyggðanefndar, sem kveðinn var upp 5. nóvember 2024, í þjóðlendumálum á Austfjörðum, mál nr. 1-4/2022.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs fagnar því að komin sé niðurstaða í þjóðlendumál á Austurlandi. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 15:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?