Fara í efni

Opnir fundir heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 2024

Málsnúmer 202401003

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 43. fundur - 08.02.2024

Til umræðu voru fyrirhugaðir opnir fundir heimastjórnar sem verða í apríl. Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi heimastjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 44. fundur - 07.03.2024

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að opnir íbúafundar á vegum heimastjórnarinnar verði haldnir um miðjan apríl og felur starfsmanni að undirbúa og auglýsa fundina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 45. fundur - 04.04.2024

Fyrir liggur tillaga að auglýsingu um opna samtalsfundi heimastjórnar á Fljótsdalshéraði í apríl.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að halda opna samtalsfundi á Fljótsdalshéraði á eftirfarandi tímum í apríl:
- Í Brúarási þriðjudaginn 16. apríl. klukkan 20.00 til 21.30.
- Í Fellaskóla miðvikudaginn 17. apríl klukkan 17.00 til 18.30.
- Í Eiðar gistihúsi (gamla barnaskólanum) 17. apríl klukkan 20.00 til 21.30.
Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta og eiga samtal við fulltrúa heimastjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 46. fundur - 02.05.2024

Fyrir liggja umræðupunktar frá opnum fundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem haldnir voru í Búarásskóla, Fellaskóla og Eiðum (gamla barnaskólanum) 16. og 17. apríl 2024.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að stofna mál um einstök atriði sem fram komu á opnu fundum heimastjórnar, í samræmi við umræðu á fundinum og koma þeim í ferli innan stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 52. fundur - 07.11.2024

Fyrir liggur samantekt um umfjöllun mála í heimastjórnum og ráðum frá íbúafundum í vor.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að taka saman upplýsingar um stöðu einstakra verkefna og leggja fyrir heimastjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?