Fara í efni

Kynning á miðbæ á Egilsstöðum

Málsnúmer 202303219

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 34. fundur - 05.04.2023

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til byggðaráðs að aukin áhersla verði lögð á að kynna enn frekar möguleika og kosti uppbyggingar í nýlega skipulögðum miðbæ Egilsstaða og að fenginn verði aðili til að fyglja verkefninu eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 81. fundur - 18.04.2023

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 05.04.2023, varðandi kynningu á miðbæ Egilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs varðandi mikilvægi þess að aukin áhersla verði lögð á að kynna möguleika og kosti uppbyggingar í nýlega skipulögðum miðbæ Egilsstaða. Málinu vísað til atvinnu- og menningarmálastjóra til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 50. fundur - 05.09.2024

Til umræðu er miðbærinn á Egilsstöðum.
Á fundinn undir þessum lið mætti Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri sem fór yfir vinnu sem unnir hefur verið til að kynna tækifæri til uppbyggingar í miðbæ Egilsstaða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs óskar eftir því að sveitarstjóri mæti á næsta fund heimastjórnar til að fara yfir framvindu verkefnisins um miðbæ á Egilsstöðum sem hópi sem skipaður var á fundi byggðaráðs 3. september 2024 var falið að vinna á fundi ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 53. fundur - 05.12.2024

Á fundinn undir þessum lið kom Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, til að fara yfir framvindu verkefnisins um miðbæ á Egilsstöðum sem hópi sem skipaður var á fundi byggðaráðs 3. september 2024 var falið að vinna.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar sveitarstjóra veittar upplýsingar um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?