Fara í efni

Opinn fundur heimastjórnar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202203168

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 20. fundur - 24.03.2022

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að halda opinn fund um helstu verkefni á Fljótsdalshéraði. Starfmanni falið að auglýsa fundinn og þá dagskrá sem rædd var á fundinum.

Jafnframt mun heimastjórnin bjóða upp á samtalsfundi í dreifbýli sveitarfélagsins eftir páska.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 31. fundur - 02.02.2023

Til umræðu voru opnir fundir heimastjórnar sem fyrirhugaðir eru í vor.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 32. fundur - 10.03.2023

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að bjóða upp á samtalsfundi við íbúa Fljótsdalshéraðs í kringum næstu mánaðarmót og felur starfsmanni að auglýsa fundina á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarmiðlum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 50. fundur - 05.09.2024

Fyrir liggur samantekt á málum sem voru til umfjöllunar á íbúafundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 2023.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 56. fundur - 06.03.2025

Eftirfarandi bókun lögð fram.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs fyrirhugar að halda opna íbúafundi um miðjan apríl og felur starfsmanni að undirbúa þá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd