Fara í efni

Málefni Brúarásskóla

Málsnúmer 202405035

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 106. fundur - 04.06.2024

Fyrir liggur minnisblað sem tekið var saman eftir íbúafund í Brúarási og að Eiðum 16. og 17. apríl 2024, og vísað er til fjölskylduráðs.

Á íbúafundinum var rætt um aðbúnað í mötuneyti Brúarásskóla, samræming á skólaakstri og íþróttaæfingum Hattar og lenging á opnun leikskólans fram í júní.
Fræðslustjóra er falið að vinna að málum í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 50. fundur - 05.09.2024

Til umfjöllunar eru málefni Brúarásskóla, m.a. þau sem fram komu á íbúafundi heimastjórnar í Brúarásskóla sem haldinn var í byrjun maí 2024.

Á fundinn undir þessum lið mætti Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, fræðslustjóri, sem fór yfir úrvinnslu og stöðu mála varðandi málefnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?