Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

58. fundur 06. mars 2025 kl. 10:00 - 13:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Djúpavogsflugvöllur

Málsnúmer 202410056Vakta málsnúmer

Ásgeir Harðarson Umdæmisstjóri Isavia mætir á fundinn og fer yfir möguleika varðandi umferð í og við flugvöllinn.
Helgunarsvæði flugvallarins er 60 metrar, 30 metra út frá miðlínu. Notkun á vellinum er innan við ein lending á ári að jafnaði.

Heimastjórn þakkar Ásgeiri góða yfirferð á þeim möguleikum sem eru í stöðunni.

Að mati heimastjórnar er nauðsynlegt að tryggja aðgengi að Langhólma, gönguleiðum og því útivistarsvæði sem þarna er, fyrir sumarið.

Starfsmanni heimastjórnar falið að vinna málið áfram í samstarfi við Isavia í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Ásgeir Harðarson

2.Málefni Ríkarðshúss á Djúpavogi.

Málsnúmer 202105265Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Ríkarðshús frá 20.02.2025 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Starfsmanni heimastjórnar falið að boða formann stjórnar Ríkarðssafns og sveitarstjóra á næsta fund til að fara yfir stöðu mála varðandi framtíð og uppbyggingu Ríkarðssafns.

Samþykkt samhljóða.

3.Ósk um umsögn, Matsskyldufyrirspurn, Strenglagning um Berufjarðarleirur

Málsnúmer 202502037Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ummsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun í tengslum við tilkynningu RARIK til stofnunarinnar um matsskyldu vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við strenglagningu um Berufjarðarleirur.

Heimastjórn hefur nú þegar samþykkt fyrirhugaða lagnaleið og er þetta lagt fram til kynningar.
Samþykkt samhljóða.

4.Samfélagsverkefni heimastjórna 2025

Málsnúmer 202412125Vakta málsnúmer

Farið yfir þær hugmyndir og tillögur að samfélagsverkefnum sem borist hafa frá ibúum. Til ráðstöfunar eru 2 milljónir úr sveitarsjóði og einnig hafði Þorrablótsnefnd Djúpavogs lagt til 863.229.- kr til viðbótar til stuðnings við það/þau verkefni sem verða valin.
Heimastjórn vill þakka Þorrablótsnefndum fyrir stuðing við samfélagsverkefnið.
Heimastjórn felur starfsmanni að kostnaðargreina 6 hugmyndir frá íbúum fyrir næsta fund heimastjórnar.

Samþykkt samhljóða.

5.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs vill benda á að nú sé Axarvegur búinn að vera opinn alla daga síðan 12. febrúar og á þeim tíma hafi á vel á annað þúsund bílar farið um veginn, stærstu dagarnir hafi verið nálægt 200 bílum. Þetta sýnir vel hver þörfin er á því að endurskoða fyrirkomulag vetrarþjónustu á Axarvegi.
Heimastjórn skorar á sveitarstjórn Múlaþings að þrýst verði á enn og aftur að færa Axarveg af G-reglu yfir á F reglu, þannig að það verði fastir tveir ruðningsdagar í viku yfir vetrarmánuðina.

Heimastjórn vísar í samtekt starfsmanns heimastjórnar um vetrarþjónustu á Öxi máli sínu til rökstuðnings.

Einnig þarf að ráðast í framkvæmdir við uppbyggingu á veginum án tafar.

Samþykkt samhljóða.

6.Fiskeldissjóður, umsóknir 2025

Málsnúmer 202411206Vakta málsnúmer

Heimastjórn lýsir yfir vonbrigðum sínum með bókun Umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 17. febrúar 2025 varðandi umsóknir í Fiskeldissjóð. Telur heimastjórn að sækja eigi um í fleiri verkefni í nafni sveitarfélagsins,
Heimastjórn vísar á tölfræði inni á vef Fiskeldissjóðs máli sínu til stuðnings. Sú tölfræði bendir eindregið til þess að þarna séu tækifæri til að fá fjármuni í fjölmörg fleiri verkefni.

Heimastjórn bendir á bókun sína frá fundi 55 sem haldinn var þann 5. desember 2024, en þar voru talin upp 12 verkefni misstór en öll mikilvæg. Einnig bókun frá fundi 57 sem haldinn var 7. febrúar 2025 þar sem heimstjórn forgangsraðaði 5 verkefnum að beiðni Umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Heimastjórn beinir því Byggðarráðs að sjá til þess að sótt sé um í 5 verkefni hið minnsta á hverju umsóknartímabili.

Samþykkt samhljóða.

7.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Vatnsveita: Búið er að panta öflugri dælubúnað til að hægt sé að anna þörf byggðarlagsins á vatni, ekki komin dagsetning á afhendingu.

Hitavatnsleit: Tvær tilraunaholur hafa verið boraðar, til stendur að dýpka eina eldri holu (nr. 25) til að staðsetja betur mögulega vinnsluholu.

Slökkvistöð: Vinna við lækkun á gólfi langt komin, verið að hreinsa út og undirbúa aðrar endurbætur.

Starfsemi í Geysi: Katrín hefur sagt starfi sínu lausu. Auglýst var eftir þjónustufulltrúa í 60% stöðu en fáar umsóknir komu um þá stöðu og enginn hefur verið ráðinn ennþá. Því mun Ásdís sinna því samhliða vinnu fyrir fjármálasvið.



8.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Djúpavogs verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl. 16:00 föstudaginn 28. mars á netfangið eidur.ragnarsson@mulathing.is

Fundi slitið - kl. 13:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd