Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer
Vatnsveita: Búið er að panta öflugri dælubúnað til að hægt sé að anna þörf byggðarlagsins á vatni, ekki komin dagsetning á afhendingu.
Hitavatnsleit: Tvær tilraunaholur hafa verið boraðar, til stendur að dýpka eina eldri holu (nr. 25) til að staðsetja betur mögulega vinnsluholu.
Slökkvistöð: Vinna við lækkun á gólfi langt komin, verið að hreinsa út og undirbúa aðrar endurbætur.
Starfsemi í Geysi: Katrín hefur sagt starfi sínu lausu. Auglýst var eftir þjónustufulltrúa í 60% stöðu en fáar umsóknir komu um þá stöðu og enginn hefur verið ráðinn ennþá. Því mun Ásdís sinna því samhliða vinnu fyrir fjármálasvið.
Heimastjórn þakkar Ásgeiri góða yfirferð á þeim möguleikum sem eru í stöðunni.
Að mati heimastjórnar er nauðsynlegt að tryggja aðgengi að Langhólma, gönguleiðum og því útivistarsvæði sem þarna er, fyrir sumarið.
Starfsmanni heimastjórnar falið að vinna málið áfram í samstarfi við Isavia í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.