Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

49. fundur 08. ágúst 2024 kl. 10:00 - 11:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson varaformaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Drasl og ruslsöfnun íbúa í þéttbýlinu á Borgarfirði Eystra

Málsnúmer 202407046Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Bryndísi Snjólfsdóttur og Elísabetu Sveinsdóttur sem barst 10.07.2024 um umgengni og ruslasöfnun íbúa á Borgarfirði og er óskað eftir að farið verði í úrbætur auk þess sem gerðar eru tillögur um staðsetningu gámasvæðis.

Heimastjórn Borgarfjarðar þakkar bréfriturum brýninguna og er sammála þeim um að víða sé hægt að gera betur þegar kemur að umgengi og umhirðu í þorpinu og hvetur íbúa og fyrirtækjaeigendur til að taka til í kringum sig.
Jafnframt óskar heimastjórn eftir því að framkvæmda- og umhverfismálastjóri mæti á næsta fund heimastjórnar þar sem leitað verði lausna um mögulega staðsetningu fyrir gáma og fleira er varðar umgengni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Málefni Stakkahlíðar

Málsnúmer 202210013Vakta málsnúmer

Til umræðu eru málefni Stakkahlíðar í Loðmundarfirði og fyrirhugaður kynningarfundur um friðlýsingarmál.

Heimastjórn Borgarfjarðar felur starfsmanni að undirbúa íbúa- og kynningarfund um mögulega friðlýsingu í Stakkahlíð sem gert er ráð fyrir að verði haldinn í lok september, í Loðmundafirði ef veður og færð leyfir, að öðrum kosti á Borgarfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um meðferð ágangsfjár

Málsnúmer 202407097Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um meðferð ágangsfjár.

Lagt fram til kynningar.

4.Gangnaboð og gangnaseðlar 2024

Málsnúmer 202408001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur gangnaseðill fyrir Borgarfjörð til afgreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi gangnaseðil fyrir Borgarfjörð eystra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Málefni Fjarðarborgar

Málsnúmer 202408007Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru málefni Fjarðarborgar.

Heimastjórn Borgarfjarðar leggur áherslu á að hið allra fyrsta verði brugðist við skemmdum í kjallara undir sviði Fjarðarborgar, þar sem vatnslögn sprakk í vor, til að koma í veg fyrir frekara tjón af þess völdum. Að mati heimastjórnar þarf að fjarlægja allt timburverk í kjallara og í bakdyrainngangi (viðbyggingu). Endurnýja þarf dren meðfram kjallara svo koma megi í veg fyrir að leirblandað vatn leki áfram inn í kjallarann og stöðva leka í gegnum þak hússins.
Heimastjórn beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að bregðast við þessu ástandi hið fyrsta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Gjaldtaka í Hafnarhólma

Málsnúmer 202104294Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru málefni Hafnarhólma og gjaldtaka.
Inn á fundinn undir þessum lið mætti Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri.

Heimastjórn Borgarfjarðar leggur til að hafinn verði undirbúningur gjaldtöku í Hafnarhólma. Starfsmanni falið að vinna að útfærslu gjaldtökunnar sem lögð verði fyrir heimastjórn í haust. Starfsmanni jafnframt falið að huga að viðhaldsþörf fyrir næsta ár og uppbyggingu sýningar á efstu hæð Hafnarhúss.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?