Fara í efni

Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um meðferð ágangsfjár

Málsnúmer 202407097

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 49. fundur - 08.08.2024

Fyrir liggja til kynningar, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um meðferð ágangsfjár.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 49. fundur - 15.08.2024

Fyrir liggja til kynningar, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um meðferð ágangsfjár.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að óskað verði eftir því við Samband sveitarfélaga á Austurlandi að leiða verkefni, í samstarfi við sveitarfélög á Austurlandi, sem miði að því að móta reglur um meðferð ágangsfjár m.a. á grundvelli sameiginlegrar fjallskilasamþykktar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 126. fundur - 27.08.2024

Fyrir liggur bókun frá 49. fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs varðandi leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um meðferð ágangsfjár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að farið verði í vinnu á drögum að reglum um meðferð ágangsfjár í sveitarfélaginu.

Samykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 11:00

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 48. fundur - 05.09.2024

Fyrir liggja til kynningar, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um meðferð ágangsfjár.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?