Fara í efni

Íþrótta- og tómstundastyrkir fjölskylduráðs, seinni úthlutun 2024

Málsnúmer 202410116

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 116. fundur - 05.11.2024

Fyrir liggja umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. október 2024. Alls bárust 17 umsóknir að upphæð 5.888.895 kr.

Fjölskylduráð leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt: Stofnun fimleikadeildar á Djúpavogi 250.000 kr., Tölva fyrir Qed hermi í inniaðstöðu Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs 200.000 kr., Skíðagönguspor í Selskógi og Fjarðarheiði 250.000 kr. Útikennslustofa á Seyðisfirði 200.000 kr. og Þátttaka í landsliðsverkefni vegna Evrópumóts í hópfimleikum október 2024 í Baku í Azerbaijan 100.000 kr.

Fjölskylduráð þakkar fyrir allar umsóknirnar og óskar umsækjendum velfarnaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?