Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

106. fundur 04. júní 2024 kl. 12:30 - 15:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla Sóley Þrastardóttir sat lið 1. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Kristín Guðlaug Magnúsdóttir, Arna Magnúsdóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu liði 2 og 3. Áheyrnarfulltrúar leikskóla Heiðdís Ragnarsdóttir og Sigríður Alda Ómarsdóttir sátu 2.- 11. lið. Þórunn Hrund Óladóttir skólastjóri Seyðisfjarðarskóla sátu lið 4. Guðrún Sigríður Sigurðardóttir skólastjóri Bjarkatúns sat lið 7.

1.Skóladagatöl tónlistaskóla 2024-2025

Málsnúmer 202405255Vakta málsnúmer

Fyrir liggja skóladagatöl Tónlistarskólans á Egilsstöðum og Tónlistarskólans í Fellabæ fyrir skólaárið 2024-2025.

Sóley Þrastardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum, kynnti tillögur að skóladagatali tónlistarskólans. Skóladagatalið hefur verið samþykkt hjá starfsfólki.
Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, fræðslustjóri, kynnti tillögur að skóladagatali Tónlistarskólans í Fellabæ. Skóladagatalið hefur verið samþykkt hjá starfsfólki.

Fjölskylduráð samþykkir skóladagatölin samhljóða með handauppréttingu.

2.Málefni Brúarásskóla

Málsnúmer 202405035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað sem tekið var saman eftir íbúafund í Brúarási og að Eiðum 16. og 17. apríl 2024, og vísað er til fjölskylduráðs.

Á íbúafundinum var rætt um aðbúnað í mötuneyti Brúarásskóla, samræming á skólaakstri og íþróttaæfingum Hattar og lenging á opnun leikskólans fram í júní.
Fræðslustjóra er falið að vinna að málum í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Gjöld vegna fæðis og frístundaþjónustu í skólum Múlaþings

Málsnúmer 202401082Vakta málsnúmer

Málið áfram í vinnslu.

4.Skóladagatöl leikskóla 2024 - 2025

Málsnúmer 202404244Vakta málsnúmer

Fyrir liggja skóladagatöl leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla og sameiginlegt skóladagatal leikskólans Glaumbæjar og Grunnskólans á Borgarfirði fyrir skólaárið 2024-2025.

Þórunn Óladóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, kynnti tillögur að skóladagatali leikskólans.

Fjölskylduráð samþykkir skóladagatölin með þeim fyrirvara að dagatölin hafi verið samþykkt af starfsfólki skólanna.

Samhljóða með handauppréttingu.

5.Foreldraráð Hádegishöfða, ályktun um þjónustu talmeinafræðinga

Málsnúmer 202404286Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ályktun frá foreldraráði Hádegishöfða, dagsett 29. apríl 2024, varðandi þjónustu talmeinafræðinga til barna í leikskólanum.

Sveitarfélagið ber ábyrgð á að sinna talþjálfun barna samkvæmt þeim viðmiðum sem sett hafa verið um verkaskiptingu Sjúkratrygginga (SÍ) og sveitarfélaga. Viðmiðið er á þann veg að alvarlegri vandi á málþroska fellur undir SÍ meðan vægari vandi fellur undir sveitarfélög. Foreldrar bera ábyrgð á að sækja þjónustu til SÍ þó að Múlaþing hafi reynt og mun halda áfram að greiða götu þeirra barna með samningi við ákveðna talmeinafræðinga. Fjölskylduráð vonar að með núverandi fyrirkomulagi fái öll börn í Múlaþingi þá þjónustu talmeiningafræðinga sem þau þurfa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ytra mat, Leikskólinn Hádegishöfði

Málsnúmer 202207068Vakta málsnúmer

Fyrir liggur staðfesting á lokaúttekt Mennta- og barnamálaráðuneytis á ytra mati í Hádegishöfða, dagsett 2. apríl 2024.

Lagt fram til kynningar.

7.Leikskólinn Bjarkatún skólaárið 2024 - 2025

Málsnúmer 202401181Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindisbréf fyrir starfshóp sem meta á þá valkosti er koma til greina varðandi lausn á húsnæðisvanda leikskólans Bjarkatúns.

Í starfshópnum situr fyrir minnihlutann Jóhann Hjalti Þorsteinsson og fyrir meirihlutann Sigurður Gunnarsson. Fulltrúi úr heimastjórn Djúpavogs verður Ingi Ragnarsson, fulltrúi starfsfólks verður Hugrún Malmquist Jónsdóttir og fyrir hönd foreldra verður Helga Rún Guðjónsdóttir.
Starfshópurinn skal skila tillögum til fjölskylduráðs fyrir 31. ágúst 2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Foreldraráð Tjarnaskógar, Vegan fæði fyrir börn

Málsnúmer 202404132Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá foreldraráði leikskólans Tjarnarskógar, dagsett 16. 4. 2024. Í erindinu er óskað eftir að fjölskylduráð endurskoði þá ákvörðun að bjóða ekki upp á veganfæði fyrir börn í Tjarnarskógi.

Ráðið telur ekki fært að svo stöddu að enduskoða ákvörðun um að bjóða upp á veganfæði fyrir börn í Tjarnarskógi. Ráðið vísar í bókun sína frá 9. 4. 2024 og jafnframt leggur það til að farið verði í heildræna stefnumótun vegna framboðs á sérfæði í mötuneytum skóla í Múlaþingi.

Samþykkt með þremur atkvæðum (SG)(ÁMS)(GLG). Einn á móti (GBH) og tveir sitja hjá (JHÞ)(BE).

Jóhann Hjalti Þorsteinsson lagði fram eftirfarandi bókun.
Ég get ekki tekið undir neitun við erindinu. Um leið og ég geri mér grein fyrir að aðstaða er ekki fyrir hendi í mötuneyti Egilsstaðaskóla til að sinna óskum foreldra um veganfæði vil ég ekki gefa foreldrunum þvert nei. Mér hugnast betur að prófað verði í eitt ár að verða við óskunum. Ég hvet til þess að málið verði kannað þannig að greint verði hvað þurfi að koma til svo hægt verði að verða við óskum foreldra. Ég mun því sitja hjá.

9.Leikskólar, tölulegar upplýsingar ´23-´24

Málsnúmer 202311097Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar um rauntímamætingu á móti skráðum dvalartíma barna í leikskólum Múlaþings veturinn 2024.

Lagt fram til kynningar.

10.Endurskoðun á reglum leikskóla í Múlaþingi

Málsnúmer 202306010Vakta málsnúmer

Fyrir liggja endurskoðaðar reglur leikskóla í Múlaþingi. Breytingarnar eru í samræmi við bókun fjölskylduráðs frá 7. 5. 2024 einnig er búið að aðskilja innritunarreglur frá reglum leikskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Reglur um innritun í leikskóla Múlaþings

Málsnúmer 202405219Vakta málsnúmer

Fyrir liggja nýjar reglur um innritun barna í leikskóla Múlaþings. Reglurnar voru áður í reglum leikskóla í Múlaþingi en ákveðið var að hafa þessar tvær reglur aðskildar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna júní til desember 2024

Málsnúmer 202405201Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að fundardagatali allra nefnda Múlaþings frá júní til desember 2024.

Fjölskylduráð leggur til að fundur sem á að vera 6. ágúst verði færður til 13. ágúst einnig leggur ráðið til að fundur skráður 26. ágúst verði 27. ágúst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?