Fara í efni

Foreldraráð Hádegishöfða, ályktun um þjónustu talmeinafræðinga

Málsnúmer 202404286

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 106. fundur - 04.06.2024

Fyrir liggur ályktun frá foreldraráði Hádegishöfða, dagsett 29. apríl 2024, varðandi þjónustu talmeinafræðinga til barna í leikskólanum.

Sveitarfélagið ber ábyrgð á að sinna talþjálfun barna samkvæmt þeim viðmiðum sem sett hafa verið um verkaskiptingu Sjúkratrygginga (SÍ) og sveitarfélaga. Viðmiðið er á þann veg að alvarlegri vandi á málþroska fellur undir SÍ meðan vægari vandi fellur undir sveitarfélög. Foreldrar bera ábyrgð á að sækja þjónustu til SÍ þó að Múlaþing hafi reynt og mun halda áfram að greiða götu þeirra barna með samningi við ákveðna talmeinafræðinga. Fjölskylduráð vonar að með núverandi fyrirkomulagi fái öll börn í Múlaþingi þá þjónustu talmeiningafræðinga sem þau þurfa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?