Fara í efni

Foreldraráð Tjarnaskógar, Vegan fæði fyrir börn

Málsnúmer 202404132

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 106. fundur - 04.06.2024

Fyrir liggur erindi frá foreldraráði leikskólans Tjarnarskógar, dagsett 16. 4. 2024. Í erindinu er óskað eftir að fjölskylduráð endurskoði þá ákvörðun að bjóða ekki upp á veganfæði fyrir börn í Tjarnarskógi.

Ráðið telur ekki fært að svo stöddu að enduskoða ákvörðun um að bjóða upp á veganfæði fyrir börn í Tjarnarskógi. Ráðið vísar í bókun sína frá 9. 4. 2024 og jafnframt leggur það til að farið verði í heildræna stefnumótun vegna framboðs á sérfæði í mötuneytum skóla í Múlaþingi.

Samþykkt með þremur atkvæðum (SG)(ÁMS)(GLG). Einn á móti (GBH) og tveir sitja hjá (JHÞ)(BE).

Jóhann Hjalti Þorsteinsson lagði fram eftirfarandi bókun.
Ég get ekki tekið undir neitun við erindinu. Um leið og ég geri mér grein fyrir að aðstaða er ekki fyrir hendi í mötuneyti Egilsstaðaskóla til að sinna óskum foreldra um veganfæði vil ég ekki gefa foreldrunum þvert nei. Mér hugnast betur að prófað verði í eitt ár að verða við óskunum. Ég hvet til þess að málið verði kannað þannig að greint verði hvað þurfi að koma til svo hægt verði að verða við óskum foreldra. Ég mun því sitja hjá.
Getum við bætt efni þessarar síðu?