Fara í efni

Skóladagatöl leikskóla 2024 - 2025

Málsnúmer 202404244

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 103. fundur - 07.05.2024

Fyrir liggja skóladagatöl leikskóla í Múlaþingi, fyrir skólaárið 2024-2025.

Guðmunda Vala Jónasdóttir, leikskólastjóri Hádegishöfða, kynnti fyrirliggjandi tillögu að leikaskóladagatali fyrir Hádegishöfða. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki og foreldraráði.
Guðrún Sigurðardóttir, leikskólastjóri Bjarkatúni, kynnti fyrirliggjandi tillögur að leikskóladagatali fyrir Bjarkatún. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki og foreldraráði.
Heiðdís Ragnarsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri Tjarnarskógar, kynnti fyrirliggjandi tillögu að leikskóladagatali fyrir Tjarnarskóg. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki og foreldraráði.

Leikskólinn í Brúarási fylgir skóladagatali Brúarásskóla.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögur að leikskóladagatölum 2024-2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 106. fundur - 04.06.2024

Fyrir liggja skóladagatöl leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla og sameiginlegt skóladagatal leikskólans Glaumbæjar og Grunnskólans á Borgarfirði fyrir skólaárið 2024-2025.

Þórunn Óladóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, kynnti tillögur að skóladagatali leikskólans.

Fjölskylduráð samþykkir skóladagatölin með þeim fyrirvara að dagatölin hafi verið samþykkt af starfsfólki skólanna.

Samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?