Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

135. fundur 26. nóvember 2024 kl. 08:30 - 09:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2025, ásamt þriggja ára áætlun, sem vísað hefur verið til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Í vinnslu.

3.Kostnaður sveitarfélaga vegna ofanflóðavarna

Málsnúmer 202404144Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 18.11.2024, varðandi kostnað sveitarfélaga vegna ofanflóðavarna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að eiga samtal við Samband íslenskra sveitarfélaga varðandi fjárskuldbindingar sveitarfélaga í ofanflóðaverkefnum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna janúar til júlí 2025

Málsnúmer 202411106Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fundadagatali sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna tímabilið janúar til júlí 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögur að fundadagatali sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings janúar til júlí 2025.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15.11.2024.

Lagt fram til kynningar.

6.Beiðni um hækkun á fastastyrk til List í Ljósi

Málsnúmer 202411020Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sesselju Hlín Jónasardóttur þar sem óskað er eftir því að fastur styrkur Málaþings vegna hártíðarinnar List í ljósi verði hækkaður fyrir árið 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að styrkgreiðsla vegna hátíðarinnar List í ljósi fyrir árið 2025 verði í samræmi við gildandi samning, sem gengið var frá í upphafi þessa árs. Eins og fram kemur í núgildandi samningi skulu samningsaðilar ákveða fyrir 10. apríl 2025 hvort endurnýja skuli saminginn og er atvinnu- og menningarmálastjóra falið að fara í þá vinnu fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Egilsstaðastofa, tillaga að breyttu fyrirkomulagi

Málsnúmer 202411095Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri, og fór yfir tillögur að breyttu fyrirkomulagi varðandi rekstur Egilsstaðastofu á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir tillögu 1 varðandi breytingar á rekstri umferða- og upplýsingamiðstöðvar á Egilsstöðum og að gerður verði samningur til 3 ára með möguleika á framlengingu um 1 ár, tvisvar sinnum. Atvinnu- og menningarmálastjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 08:40

8.Erindi, ósk eftir endurnýjun á styrktarsamningi

Málsnúmer 202411134Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi til byggðaráðs varðandi endurnýjun á styrktarsamningi Múlaþings við Ars Longa ses. vegna sumarsýninga safnsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela verkefnastjóra á sviði menningarmála að vinna drög að nýjum samningi um styrk vegna sumarsýninga Ars Longa og leggja fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Hitaveita á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt frá RARIK varðandi undirbúning yfirfærslu fjarvarmaveitu á Seyðisfirði til sveitarfélagsins. Fram kemur þar m.a. að samið hefur verið við Landsvirkjun um kaup á forgangsorku fyrir fjarvarmaveituna til næstu fjögurra ára.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings beinir því til HEF veitna ehf. að skipa fulltrúa í samstarfshóp með RARIK sem hafi það verkefni að undirbúa yfirfærslu fjarvarmaveitu á Seyðisfirði til HEF veitna, enda verði rekstur fjarvarmaveitu á Seyðisfirði á forræði HEF veitna. Sveitarstjóra einnig falið að skipa fulltrúa sveitarfélagsins í samstarfshópinn í samráði við framkvæmdastjóra HEF veitna ehf.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?